- Auglýsing -
„Þeir spiluðu bara betur en við í dag,“ sagði línumaðurinn sterki hjá FH, Jón Bjarni Ólafsson, í samtali við handbolta.is eftir fjögurra marka tap fyrir Fram, 29:25, í Kaplakrika í kvöld í upphafsumferð Olísdeildarinnar. FH-ingar áttu undir högg að sækja frá upphafi til enda viðureignarinnar.
„Við vorum ekki nógu ákveðnir í sóknarleiknum auk þess sem markvörður Fram varði hvert dauðafærið á eftir öðru. Við verðum aðeins að leggjast yfir okkar leik fyrir næstu viðureign,“ sagði Jón Bjarni.
Lengra viðtal við Jón Bjarna er í myndskeið hér fyrir neðan.
FH – Fram, tölfræði HBStatz 25:29 (12:16).
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Auglýsing -