- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verður Viggó leikmaður febrúarmánaðar?

Viggó Kristjánsson er sagður á leiðinni til HC Erlangen á nýju ári. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður SC DHfK Leipzig er í liði þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem valið var fyrir febrúar. Þar af leiðandi er hann einn þeirra leikmanna sem valið stendur um í kjöri á besta leikmanni deildarinnar fyrir síðasta mánuð. Þeir sem vilja styðja við bakið á Viggó í kjörinu er bent á að smella hér.

Viggó er annars í fimmta sæti á lista yfir markahæstur leikmenn þýsku 1. deildarinnar á leiktíðinni með 148 mörk í 22 leikjum og er um leið markahæsti Íslendingurinn í deildinni. Næstur á eftir Viggó er Ómar Ingi Magnússon með 139 mörk.

Manuel Zehnder, leikmaður Eisenach, er markahæstur með 200 mörk. Daninn Mathias Gidsel hjá Füchse Berlin er næstur með 186 mörk.

Fimm af tíu markahæstu leikmönnum þýsku 1. deildarinnar eru danskir, þar af þrír af fjórum þeirra sem atkvæðamestir hafa verið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -