- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Veszprém sýndi enga miskunn – naumt tap Íslendinga í Kielce

Sveinn Jóhannsson leikmaður Kolstad reyndir að stöðva Dylan Nahi leikmann Industria Kielce í leik Kolsdad og Kielce í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Ungverska meistaraliðð Veszprém sýndi danska liðinu Fredericia HK enga miskunn í heimsókn sinn í Jyske Bank Arena í Óðinsvéum í kvöld í 10. umferð Meistaradeildar karla í handknattleik. Veszprém skoraði 40 mörk í leiknum gegn 31 og heldur þar með áfram örugglega efsta sæti A-riðils með 18 stig eftir 10 leiki. Fredericia HK rekur lestina með þrjú stig.


Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk fyrir Veszprém og Aron Pálmarsson tvö. Nedim Remili átti enn einn stórleikinn á tímabilinu. Hann skoraði 10 mörk að þessu sinni í 13 skotum og gaf fjórar stoðsendingar. Veszprém var fimm mörkum yfir í hálfleik, 20:15.

Arnór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Fredericia HK fremur en í síðustu leikjum. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði ekki mark. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari danska liðsins.

Skoruðu fimm af síðustu sex mörkum

Í B-riðli náði Industria Kielce að leggja norsku meistarana Kolstad, 31:30, í Kielce í Póllandi en heimaliðið hafði tapað fjórum leikjum í röð í keppninni fyrir viðureignina í kvöld. Um leið var þetta annar eins marks sigur pólska liðsins á því norska í keppninni í vetur.

Allt stefndi í öruggan sigur Kielce sem var mest sex mörkum undir. Kolstad náði áhlaupi á síðustu mínútunum og skoruðu Íslendingar fimm af síðustu mörkum liðsins. Þar af skoraði Arnór Snær Óskarsson þrjú þeirra og Sveinn Jóhannsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eitt hvor. Sigvaldi var að leika á sínum gamla heimavelli en hann lék með Kielce frá 2020 til 2022.

Arnór atkvæðamikill

Arnór Snær sem gekk til liðs við Kolstad í byrjun síðustu viku skoraði alls fjögur mörk, Sveinn skoraði tvisvar og Sigvaldi Björn einu sinni. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði ekki.

Sander Sagosen skoraði flest mörk leikmanna Kolstad, sex. Alex Dujshebaev og Arkadiusz Moryto skoruðu sex mörk hvor fyrir Kielce.

Kolstad er i sjöunda og næst neðsta sæti B-riðils með sex stig eftir 10 leiki. Kielce er í fimmta sæti með átta stig.

Eftir leikina í kvöld og annað kvöld verður gert hlé á keppni í Meistaradeild Evrópu fram í febrúar.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by Sofascore

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -