- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Við ramman reip að draga hjá Elínu Jónu og samherjum

Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Við ramman reip var að draga hjá landsliðsmarkverðinum Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og samherjum hennar í Aarhus Håndbold í kvöld þegar þær sóttu heim Danmerkurmeistara Esbjerg í annarri umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Esbjerg, sem nánast eingöngu er skipað landsliðskonum víðsvegar að, vann með fimm marka mun, 31:26, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 17:16. 

Elín Jóna varði ekki eitt skot af þeim níu sem hún fékk á sig þann tíma sem hún stóð vaktina í marki Aarhus United í Esbjerg. Eins og gegn Skanderborg um síðustu helgi var Sabine Englert, félagi Elínar Jónu í markinu vel með á nótunum, og varði 14 skot, þar af þrjú vítaköst. 

Norska landsliðskonan Henny Reistad var markahæst hjá Esbjerg með sjö mörk auk sex stoðsendinga.  Reistad er í hörkuformi í upphafi keppnistímabilsins og skoraði m.a. 15 mörk fyrir Esbjerg gegn Evrópumeisturum Györi í fyrstu umferð Meistaradeildar um síðustu helgi.

Elín Jóna gekk til liðs við Aarhus United í sumar. Liðið er með tvö stig eftir tvær umferðir.

Staðan víða í Evópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -