Íslenska landsliðið í handknattleik fór í stutta gönguferð í hádeginu í nágrenni við hótelið sem það býr í Vilnius í Litáen. Tilgangurinn var að fá ferskt loft í lungun fyrir átökin við heimamenn í undankeppni EM í handknattleik karla sem fram fer í síðar í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16 í Avia Solutions Group Arena.
Að sögn Kjartans Vídó Ólafssonar, markaðsstjóra Handknattleikssambands Íslands, fer vel um íslenska hópinn í Vilnius. Mjög ríkar kröfur eru gerðar til sóttvarna, bæði af hálfu hótelsins og HSÍ. Litáen er rautt land á korti yfir nýsmit kórónuveiru eins og flest Evrópuríki um þessar mundir. Íslenski hópinn fór síðast í PCR-skimun í morgun.
Allt er orðið að heita klárt fyrir viðureignina í kvöld sem hefst klukkan 16 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu hjá RÚV.