- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Viggó: Núna er þetta í okkar höndum

- Auglýsing -

„Þetta var ótrúlega gaman. Ef við hefðum tapað hefði þetta ekki verið í okkar höndum lengur og undanúrslitin fjarlæg,“ sagði Viggó Kristjánsson eftir magnaðan átta marka sigur Íslands á Svíþjóð í milliriðli 2 á Evrópumóti karla í Malmö Arena í Svíþjóð í kvöld.

Viggó fór hamförum og var valinn maður leiksins eftir að hafa skorað 11 mörk úr jafnmörgum skotum í leiknum í kvöld.

Stórbrotinn sigur Íslands á Svíþjóð

„Þess vegna er ótrúlega skemmtilegt að hafa unnið. Þetta var hrikalega skemmtilegur leikur. Stúkan var ótrúleg. Þetta var ótrúlegt frá A til Ö.

Maður sá það líka hversu mikill orkumunur var á okkur í dag samanborið við á móti Króötunum. Við vorum með bakið upp við vegg og það var gott að við gátum svarað fyrir það,“ hélt Viggó áfram.

Hefði verið auðvelt að gefast upp

Staðan var 18:12 í hálfleik en Svíar mættu dýrvitlausir í síðari hálfleikinn og minnkuðu muninn í 21:20 og 23:22. Íslenska liðið stóð hins vegar áhlaup þess sænska af sér og vann að lokum glæstan sigur.

„Það hefði verið auðvelt að gefast upp en við héldum einhvern veginn bara áfram. Við héldum líka áfram að þora að keyra á þá. Við héldum áfram að þora að skjóta á markið. Svo tókum við einhverja bolta, vörnin var geggjuð og hjálparvörnin frábær. Þetta var mjög gott.

Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Maður þarf auðvitað að njóta þess. En að sama skapi er þetta núna í okkar höndum. Það er auðvelt að klúðra þessu. Við skulum njóta þess í kvöld og á morgun undirbúum við okkur fyrir Sviss,“ sagði Viggó Kristjánsson að lokum við handbolta.is

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -