Viggó Kristjánsson, Andri Már Rúnarsson og liðsfélagar í HC Erlangen lögðu Leipzig, 30:26, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Báðir voru þeir leikmenn Leipzig á síðasta keppnistímabili. Viggó kvaddi Leipzig í upphafi ársins en Andri Már í sumar.
Með sigrinum mjakaði HC Erlangen sér aðeins frá liðunum í neðri hluta deildarinnar og situr í 12. sæti af 18 liðum með 13 stig eftir 17 leiki. Leipzig er áfram með neðst með fimm stig eins og Wetzlar sem mætir Füchse Berlin á morgun í fyrsta leik Rúnars Sigtryggssonar eftir að hann var ráðinn þjálfari Wetzlar.
Viggó skoraði átta mörk í 12 skotum fyrir HC Erlangen og gaf fimm stoðsendingar. Fimm markanna skoraði Viggó úr vítaköstum.
Andri Már skoraði fimm mörk í sjö skotum og gaf eina stoðsendingu.
Blær Hinriksson skoraði þrjú af mörkum Leipzig-liðsins í fjórum skotum og gaf eina stoðsendingu.
Tap í Eisenach
Ýmir Örn Gíslason og leikmenn Göppingen töpuðu fyrir Eiseanch á útivelli, 31:27. Göppingen er í 10. sæti með 15 stig eftir 17 leiki. Eisenach er jafnt HC Erlangen með 13 stig.
Ýmir Örn skoraði ekki mark í leiknum í Eisenach í kvöld.
Staðan í þýsku 1. deildinni:


