- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar einir á toppnum

Víkingar verða hafna í öðru sæti í Grill 66-deildinni. Mynd/Víkingur - Finnbogi Sigur Marinósson
- Auglýsing -

Víkingur tyllti sér á topp Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld með stórsigri á Vængjum Júpíters í Víkinni, lokatölur 25:14, eftir að fjögurra marka munur var á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 11:7.


Víkingar hafa þar 12 stig í efsta sæti deildarinnar eftir sjö leiki og eru tveimur stigum á undan ungmennaliði Vals og þremur fyrir framan Fjölni en reyndar eiga tvö síðarnefndu liði sex leiki að baki hvort um sig.

Staðan í Grill 66-deild karla.

Leikmenn Vængja Júpíters byrjuðu leikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin. Þeir voru síðan yfir, 4:3, áður en leikmenn Víkings sögðu hingað og ekki lengra með tveimur mörkum í röð, 5:4. Eftir það bætti Víkingar jafnt og þétt í forskot sitt og voru m.a. 10:5, yfir þegar skammt var til leiksloka.


Síðari hálfleikur var einstefna af hálfu Víkinga sem voru komnir með átta marka forskot, 19:11, um miðja hálfleikinn.

Mörk Víkings: Arnar Gauti Grettisson 6, Ólafur Guðni Eiríksson 5, Jóhannes Berg Andrason 5, Guðjón Ágústsson 4, Styrmir Sigurðsson 2, Guðmundur Rögnvaldsson 1, Logi Snædal Jónsson 1, Marinó Gauti Gunnlaugsson 1.

Mörk Vængja Júpíters: Einar Örn Hilmarsson 3, Gísli Steinar Valmundsson 3, Ragnar Áki Ragnarsson 3, Hlynur Már Guðmundsson 2, Arnþór Örvar Ægisson 2, Albert Garðar Þráinsson 1.

Hér fyrir neðan er hlekkur á upptöku frá leiknum í Víkinni í kvöld.

https://www.youtube.com/watch?v=CjmrFyJPUPw&feature=youtu.be

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -