- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar gerðu okkur erfitt fyrir

Aftureldingarmenn leggja á ráðið. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

„Ég er fyrst og fremst ánægður með öruggan sigur en um leið vil ég hrósa Víkingum, þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Þeir léku sjö á sex allan leikinn og gerðu það vel. Það reyndi mjög á okkur,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar eftir fimm marka sigur liðsins á Víkingi í Safamýri í kvöld, 33:28, í einum af þremur leikjum 10. umferðar Olísdeildar karla sem háðir voru.

Með svona spilamennsku getum við tekið óvænt stig

Losnuðum aldrei við þá

„Við byrjuðum tveimur fleiri í síðari hálfleik og náðum þá áhlaupum sem veitti okkur forskot sem okkur tókst að halda allt til loka. Okkur tókst samt aldrei að hrista þá almennilega af okkur. Víkingar komu alltaf til baka og léku sinn leik vel,“ sagði Gunnar og bætti við aðspurður að leikur Víkings hafi ekki komið sér eða leikmönnum á óvart. Vitað var að Víkingar myndu halda fast í að leika sjö á sex.

„Það kom mér kannski frekar á óvart hversu illa okkur gekk að eiga við þá, ekki síst í fyrri hálfleik. Áherslubreytingar sem við gerðum í vörninni í síðari hálfleik dugði okkur til þess að vinna.

Þarf að sýna þolinmæði

Þegar andstæðingurinn spilar vel þá þarf að sýna þolinmæði til að vinna leiki. Við sýndum þolinmæði og hún skilaði okkur tveimur stigum,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar sem rauk þar með heim til að pakka ofan í töskur enda á leiðinni til Slóvakíu á morgun. Afturelding leikur tvisvar sinnum við Tatran Presov í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar ytra, á föstudag og sunnudag.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Víkings: Halldór Ingi Óskarsson 7/5, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Agnar Ingi Rúnarsson 4, Styrmir Sigurðarson 3, Jón Hjálmarsson 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Gunnar Valdimar Johnsen 1, Sigurður Páll Matthíasson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1, Benedikt Emil Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Sverrir Andrésson 3, 11,1% – Heiðar Snær Tómasson 2, 18,2%.

Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 12, Ihor Kopyshynskyi 8, Árni Bragi Eyjólfsson 5/1, Blær Hinriksson 3/1, Leó Snær Pétursson 2, Þorvaldur Tryggvason 2, Böðvar Páll Ásgeirsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 8, 33,3% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 3, 20%.

Alla tölfræði leiksins er að finna hjá HBStatz.

Með svona spilamennsku getum við tekið óvænt stig

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -