- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli fær hörkusamkeppni hjá GOG

Norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjørn Bergerud kemur til GOG í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, fær mikla samkeppni um markvarðastöðuna hjá dönsku bikarmeisturunum GOG á næstu leiktíð. Félagið tilkynnti í morgun um að það hafi samið við norska landsliðsmarkvörðinn Torbjørn Bergerud.


Bergerud er talinn vera einn fremsti markvörður Evrópu um þessar mundir og hefur síðustu þrjú ár leikið með Flensburg í Þýskalandi. Orðrómur var uppi í haust að Bergerud væri á leið til Paris SG. Af þeim vistaskiptum verður ekki, alltént ekki næsta árið. Samningur Bergerud við GOG er til eins árs sem útlokar hann ekki frá vistaskiptum til franska stórliðsins sumarið 2022 þegar samningur félagsins við Vincent Gerrad rennur út.

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA


Bergerud er 26 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður norska landsliðsins undanfarin fimm ár. Hann þekkir vel til í dönskum handknattleik því frá 2016 til 2018 var hann markvörður Team Tvis Holstebro á Jótlandi.

Viktor Gísli var snemma í janúar sterklega orðaður við flutning til Nantes í Frakklandi sumarið 2022. Eftir því sem næst verður komist liggur það mál í salti um þessar mundir eins og mörg önnur hugsanlega félagsskipti. Kórónuveiran hefur leikið fjárhag marga íþróttafélaga grátt og óvissa ríkir víða um hvað tekur við á næsta keppnistímabili, hvað þá því þar næsta.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -