- Auglýsing -
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í dag þegar Barcelona vann BM. Guadalajara, 40:20, í 13. umferð efstu deildar spænska handknattleiksins á heimavelli. Viktor Gísli lék um tvo þriðju leiktímans í markinu og varði 16 skot, 55%.
Filip Saric varði 6 skot, 46%, en hann var annan leikinn í röð í leikmannahópi Barcelona. Emil Nielsen hefur verið veikur síðustu daga eftir því sem fram kemur í dönskum fjölmiðlum.
Djordje Cikusa var markahæstur hjá Barcelona með sex mörk. Jonathan Carlsbogard var næstur með fimm mörk.
Barcelona, sem var átta mörkum yfir í hálfleik, 15:7, hefur unnið allar 13 viðureignir sínar í deildinni það sem af er leiktíð.
- Auglýsing -



