- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vil finna gleðina í handboltanum á nýja leik

Katrín Tinna Jensdóttir, nýr leikmaður ÍR. Mynd/ÍR
- Auglýsing -

Athygli vakti í upphafi ársins þegar landsliðskonan Katrín Tinna Jensdóttir söðlaði um og gekk til liðs við Olísdeildarlið ÍR eftir að hafa kvatt sænska úrvalsdeildarliðið Skara HF að lokinni hálfs árs dvöl. Katrín Tinna hafði áður leikið í tvö ár með Volda í Noregi undir stjórn Halldórs Stefáns Haraldssonar, fyrst í næst efstu deild, en síðara tímabilið í úrvalsdeildinni.

Lét strax til sín taka

Katrín Tinna lék sinn fyrsta leik með ÍR á síðasta laugardag gegn Aftureldingu og lét strax til sín taka enda um afar góðan liðsauka að ræða fyrir lið nýliðanna sem svo sannarlega hafa komið mörgum á óvart í Olísdeildinni í vetur.

Góð stemning í hjá ÍR

„Mér leist mjög vel á allt í kringum ÍR, fannst stemningin ógeðslega góð. Það fór ekkert á milli mála þegar maður sá liðið spila. Þar að auki á ég tvær góðar vinkonur sem leika með ÍR og þekki margar aðrar í liðinu,“ sagði Katrín Tinna spurð hvað hafi ráðið því að hún valdi ÍR umfram önnur lið Olísdeildar en vitað er að önnur lið hefðu tekið landsliðskonunni opnum örmum.

Katrín Tinna 21 árs gömul. Hún hefur verið lítt áberanadi í hanboltanum hér heima síðustu árin enda leikið í Noregi og í Svíþjóð síðustu þrjú ár, eða síðan norska liðið Volda samdi við hana sumarið 2021. Áður en Katrín Tinna flutti til Noregs sumarið 2021 var hún í herbúðum Stjörnunnar. Katrín Tinna var í A-landsliðinu á HM undir lok síðasta árs og hefur sautján sinnum klæðst landsliðspeysunni. 

Sólveig er flottur þjálfari

Auk góðs félagsskapar sagði Katrín Tinna að henni lítist afar vel á það sem Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR-liðsins hefur fram að færa. Árangur ÍR-liðsins segir meira en mörg orð í því samhengi. „Sólveig Lára er mjög flottur þjálfari. Sú staðreynd hafði líka mikið að segja þegar ég ákvað að ganga til liðs við ÍR.“

Leið ekki nógu vel hjá Skara

Um ástæður þess að hún kemur heim frá Svíþjóð á miðju tímabili segir Katrín Tinna að þar ráði mestu að henni hafi ekki liðið nógu vel hjá Skara og m.a. hafi samskiptum við þjálfarann verið ábótavannt. Þar af leiðandi hafi verið rétt að stíga það skref að flytja heima og komast á flug á nýjan leik.

„Mér leið ekki nógu vel í Svíþjóð sem varð til þess að ég lék ekki eins vel og ég vildi gera. Þar á ofan þá voru við þjálfarinn ekki alveg á sömu blaðsíðu. Þar af leiðandi gengu hlutirnir ekki upp hjá mér að þessu sinni,“ sagði Katrín Tinna hreinskilin um brotthvarf sitt.

Katrín Tinna Jensdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir eftir leikinn við Angóla á HM í byrjun desember. Mynd/Carina Johansen – EPA

Leiðinlegt hvernig fór

„Auðvitað var leiðinlegt hvernig fór. Ég hafði áður átt tvö mjög góð ár hjá Volda með frábærum þjálfurum, Halldóri og Hilmari. Ég er mjög þakklát fyrir þá reynslu sem ég öðlaðist hjá Volda,“ sagði Katrín Tinna.

Vill finna gleðina á ný

„Mér finnst Olísdeildin vera flott og er afar ánægð með þá ákvörðun að koma heim og fá að spila af krafti á nýjan leik. Finna gleðina í handboltanum á nýja leik,“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir sem útilokar ekki flytja aftur út í framtíðinni til þess að leika handbolta. „Við sjáum bara til hvað gerist.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -