- Auglýsing -
Norska meistaraliðið Vipers Kristiansand vann í dag Meistaradeild Evrópu í handknattleik kvenna annað árið í röð. Vipers vann ungverska stórliðið Györ í úrslitaleik í MVM Dome í Búdapest, 33:31, að viðstöddum 15.400 áhorfendum. Aldrei hafa fleiri áhorfendur verið á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna í handknattlleik.
Franska liðið Metz vann Esbjerg í leiknum um bronsið, 32:26, í leik sem fram fór á undan úrslitaleiknum.
Úrslitaleikur
Györ 31-33 Vipers (13-15)
- Vipers er aðeins fimmta liðið sem tekst að vinna Meistaraeildina tvö ár í röð. Hin liðin eru Hypo, Slagelse, Viborg og Györ.
- Györ komst yfir, 10-7, en þá tók við slæmur kafli þegar liðið náði ekki að skora í tæpar tíu mínútur. Það nýttu leikmenn Vipers sér og skoruðu sex mörk í röð og lögðu þar með grunninn að sigrinum.
- Samvinna tékknesku leikmannanna hjá Vipers, Markétu Jerábková og Jönu Knedlikovu var góð í leiknum. Þær skoruðu samtals 12 mörk.
- Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna en að þessu sinni.
- Markéta Jerábková var útnefnd besti leikmaður Final4 úrslitahelgarinnar. Hún skoraði 19 mörk í tveimur leikjum.
- Isabelle Gulldén miðjumaður Vipers skoraði sex mörk í leiknum og er nú í fjórða sæti yfir flest mörk skoruð í Final4 með 55 mörk, tveimur færri en þær Nycke Groot og Anita Görbicz.
- Katrine Lunde og Nora Mørk hafa nú unnið Meistaradeildina sex sinnum og jafna metin við Bojana Popović og Ausra Fridrikas.
- Vipers er enn ósigrað í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Liðið hefur unnið tvisvar sinnum. Györ hefur hins vegar unnið 5 úrslitaleiki og tapað fjórum.
Mörk Györ: Anne Mette Hansen 6, Linn Blohm 5, Viktoria Lukacs 4, Stine Oftedal 3, Veronica Kristiansen 3, Estelle Nze-Minko 3, Crina Pintea 3, Eun Hee Ryu 2, Nadine Schatzl 2.
Mörk Vipers Kristiansand: Markéta Jerábková 7, Isabelle Gulldén 6, Jana Knedlikova 5, Nora Mørk 4, Sunniva Naes Andersen 3, Lysa Tpchaptchet 3, Ana Debelic 3, Zsuzsanna Tomori 2.
Bronsleikur
Esbjerg 26-32 Metz (12-18)
- Metz spilaði ákveðna 5-1 vörn í leiknum sem virtist koma leikmönnum Esbjerg á óvart. Þeim tókst ekki að skora í tæpar 11 mínútur.
- Danska liðið hefur ekki fengið eins mörg mörk á sig í fyrri hálfleik í síðustu 23 leikjum sínum eða frá tapleiknum gegn Metz í október 2020.
- Henny Reistad skoraði 10 mörk fyrir Esbjerg. Hún endar því tímabilið með 104 mörk og er fjórði leikmaðurinn sem rýfur 100 marka múrinn á tímabilinu.
- Reistad komst líka í sjötta sæti yfir flest mörk skoruð í Final4 úrslitahelginni með 48 mörk í sex leikjum.
- Dönsk lið eru enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni eftir að úrslitahelgarfyrirkomulagið var tekið upp. Bæði Midtjylland og Esbjerg hafa hafnað í fjórða sæti í Final4.
Mörk Esbjerg: Henny Ella Reistad 10, Beyza Turkoglu 4, Sanna Solberg-Isaksen 3, Michala Møller 3, Marit Jacobsen 2, Mette Tranborg 1, Vilde Poulsen 1, Kaja Kamp Nielsen 1, Annette Jensen 1.
Mörk Metz: Grace Zaadi 7, Tamara Horacek 5, Orlane Kanor 4, Meline Nocandy 3, Astride N´gouan 3, Sarah Bouktit 3, Adriana Cardoso 3, Chloe Valentini 2, Bruna De Paula 1, Louise Burgaard 1.
- Auglýsing -