- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vipers vann sjöunda árið í röð – kveðjuleikur Axels

Axel Stefánsson t.h. er annar þjálfara Storhamar í Noregi. Mynd/Storhamar Håndball Elite
- Auglýsing -

Fráfarandi Evrópumeistarar kvenna í handknattleik, Vipers Kristiansand, unnu úrslitakeppnina í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í kvöld með öðrum öruggum sigri á Storhamar í úrslitarimmu, 32:27, þegar leikið var í Hamar. Þetta var 101. sigur Vipers í röð í keppnisleik í Noregi í röð.

Vipers hefur unnið úrslitakeppnina sjö ár í röð, einnig orðið norskur meistari síðustu sjö ár og jafn oft unnið bikareppnina í einni strikklotu. Norska meistaratitilinn vinnur það lið sem verður efst í úrvalsdeildinni, ekki sigurlið úrslitakeppninnar.

Axel á förum

Viðureignin í kvöld var kveðjuleikur Axels Stefánssonar annars af þjálfarum Storhamar. Axel tilkynnti í lok janúar að hann ætlaði að láta af störfum hjá félaginu í lok keppnistímabilsins eftir þriggja ára veru.
Storhamar vann Evrópudeildina á dögunum auk þess að hljóta silfurverðlaun í deildinni, í úrslitakeppninni og bikarkeppninni svo segja má að Storhamar sé langbesta næsta besta liðið í norskum kvennahandknattleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -