„Í lokin small loksins vörnin hjá okkur og þá skiluðu hraðaupphlaupin sér um leið,“ sagði glaðbeitt Elín Rósa Magnúsdóttir leikmaður Vals og væntanlegur HM-fari þegar handbolti.is hitti hana eftir sigur Vals á Fram í Úlfarsárdal í kvöld, 26:21, í áttundu umferð Olísdeildarinnar.
Vorum alltaf að bíða
„Við vorum alltaf að bíða eftir að vörnin myndi smella en það dróst alveg þangað til í lokin. Þá fengum við auðveld mörk eftir að vörnin fór að vinna boltann. Það munaði öllu í lokin. Það var svipað á leik okkar í kvöld gegn Haukum um daginn nema hvað að í kvöld tókst okkur að gera það sem þurfti til þess að vinna,“ sagði Elín Rósa sem var að vanda í stóru hlutverki í Valsliðinu sem er sem fyrr í efsta sæti Olísdeildar ásamt Haukum.