Þýskalandsmeistarar Bietigheim héldu sigurgöngu sinni áfram í 1. deildinni í kvöld með því að vinna BSV Sachsen Zwickau, liðið sem Díana Dögg Magnúsdóttir leikur með, með 12 marka mun á heimavelli, 37:25, eftir að hafa verið 10 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:11.
„Þrátt fyrir tap þá var margt gott hjá okkur þótt vissulega megi ýmislegt vera betra,“ sagði Díana Dögg sem skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsendingar auk tveggja skapaðra færa í leiknum. „Ég klúðraði of mörgum færum fyrir minn smekk,“ sagði Díana sem vann eitt vítakst og stal boltanum þrisvar sinnum í leiknum. Hún átti 12 markskot.
Bietigheim hefur unnið alla 13 leiki sína í deildinni til þessa og slær ekkert af á heimavígstöðvum á sama tíma og liðið hefur orðið að gefa eftir í Meistaradeild Evrópu.
BSV Sachsen Zwickau er í 11. sæti með níu stig eftir 14 leiki og Bad Wildungen í næstu umferð umferð um aðra helgi. Bad Wildungen er einnig með níu stig. Áður en að leiknum kemur mæta liðsmenn Bad Wildungen Söndru Erlingsdóttur og liðsfélögum í TuS Metzingen á laugardaginn.