- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum alls ekki nógu góðir í leiknum

Snorri Steinn Guðjónsson verður næsti þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Úrslitin og frammistaðan er svekkjandi,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir að lið hans tapaði fyrir Frisch Auf! Göppingen með sjö marka mun, 36:29, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik í Origohöllinni. Ljóst að við ramman reip verður að draga hjá Valsmönnum í Þýskalandi eftir viku í síðari viðureigninni.

Of margir tæknifeilar í fyrri hálfleik

„Í fyrsta lagi vorum við bara alls ekki nógu góðir í leiknum. Okkur tókst ekki að ná fram okkar besta leik. Það sem gerir niðurstöðuna ennþá meira svekkjandi er að mér fannst okkur takast að ná upp talsverðum hraða í leiknum en fylgdum því illa eftir með því að gera of marga tæknifeila í fyrri hálfleik auk þess sem mörg opin færi fóru forgörðum. Engu máli skiptir hver andstæðingurinn er þegar tæknifeilarnir verða margir og einnig glötuð marktækifæri,“ sagði Snorri Steinn sem sannarlega vildi standa betur að vígi fyrir síðari leikinn í Göppingen.

Evrópudeildin: 16-liða úrslit, fyrri leikir, úrslit

Framundan er brekka

„Ég var ekki endilega hræddur við tap í leiknum í kvöld. Fyrst og síðast vildi ég að eftir leiinn yrðum við í tækifæri fyrir síðari viðureignina. Eftir leikinn er ljóst að framundan er brekka hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn.

Nýttum ekki góðar stöður

Hann nefndi að nokkrar góðar stöður sem hafi komið upp í leiknum sem Valsliðinu hafi ekki tekist að nýta. Leikur liðsins undir lok fyrri hálfleiks hafi verið þungur. Möguleikar á að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik hafi gengið úr greipum. Þess í stað fór Göppingen inn með fjögurra marka forskot til hálfleiks, 17:13. Fyrstu sóknir síðari hálfleiks hafi ennfremur snúist í höndum leikmanna sem varð þess valdandi að Göppingenliðið jók muninn.


„Atriðin eru mög og verða vafalaust fleiri þegar ég verð búinn að sjá leikinn aftur,” sagði Snorri Steinn og bætti við.

Munurinn kom skýrt í ljós

„Í kvöld sáum við muninn á deildinni okkar og Búndeslígunni. Við erum ennþá eitthvað á eftir. Í báðum heimaleikjunum gegn þýsku liðunum, Flensburg og Göppingen, tókst okkur ekki að leika eins og við best getum. Ég hefði viljað ná góðum leik að minnsta kosti einu sinni á heimavelli og sjá hversu langt við gætum náð gegn liði úr Búndeslígunni og kannski unnið,“ sagði Snorri Steinn en hann var að stýra Valsliðinu í ellefta Evrópuleiknum á tímabilinu.

Verðum að halda áfram að vera með

„Ég er stoltur af liðinu mínu og félaginu í heild. Stemingin var stórkostleg og upplifunin var frábær fyrir félagið og stjórnendur þess og áhorfendur. Þátttakan er til eftirbreytni og eitthvað sem á að halda áfram hér á landi, hvort sem það er Valur er eitthvað annað lið. Menn eiga að leggja allt í sölurnar til þess að taka þátt í þessari keppni því það þroskar og bætir leikmenn og styrkir starfið inná við ef rétt er spilum haldið,“ sagði Snorri Seinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í samtali við handbolta.is í gærkvöld.

Valsmenn lentu á vegg

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -