- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum í basli með sjö á sex

Bjarki Már Elísson landsliðsmaður og leikmaður Veszprém í Ungverjalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við náðum aldrei stjórn á leiknum í dag. Vorum í basli með sjö manna sóknarleik Færeyinga og náðum þar af leiðandi ekki að keyra upp hraðan eins og við gerðum í gær,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir nauman sigur íslenska landsliðsins á Færeyingum í síðari vináttulandsleiknum í handknattleik í Laugardalshöll, 30:29.

Undirbúningur fyrir EM

„Það er þó kostur að mæta sjö manna sóknarleik núna svo við getum verið með fleiri svör þegar kemur að EM í janúar ef við lendum gegn liðum sem leika svona eins og Færeyingar gera,“ sagði Bjarki Már.

Ljóst er að Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari og Arnór Atlason aðstoðarmaður hans munu hafa úr fjölmennum hópi leikmanna að velja þegar kemur að EM. Bjarki tók undir þá skoðun Lúthers Gestssonar útsendara handbolta.is á leiknum. Bjarki sagði traustan kjarna leikmanna hafa verið saman um árabil sem leika með góðum félögum.

„Mestu máli skiptir að við byggjum saman gott lið sem vill gera það sem Snorri er biðja um. Það er mikil samkeppni nú eins og áður. Ég keppi um mína stöðu en um leið tek ég þátt í að byggja upp góða liðsheild sem einn af reynslumeiri leikmönnum. Það er mikill heiður að vera í landsliðinu og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -