- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Yfirgefur Val og semur við RK Partizan

Miodrag Corsovic er farinn frá Val. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Svartfellingurinn Miodrag Corsovic sem lék með Val frá hausti og fram til áramóta hefur yfirgefið Hlíðarenda og samið við serbneska liðið RK Partizan Belgrad í Serbíu. Félagaskipti Corsovic frá Val til Partizan voru afgreidd frá skrifstofu HSÍ á þriðjudaginn.


RK Partizan er í efsta sæti serbnesku úrvalsdeildarinnar að loknum 15 umferðum með 30 stig. Meistarar síðustu ára, Vojvodina frá Novi Sad eru sex stigum á eftir. Þjálfarinn Boris Rojević var leystur frá störfum í dag.

Corsovic, sem er 24 ára gamall, kom til Vals fyrir leiktíðina og lék einkum á línunni auk þess að vera fastur fyrir í vörninni. Hann var töluverðan tíma að koma sér í gang með Valsliðinu. Ljóst var eftir að Þorgils Jón Svölu Baldursson gekk til liðs við Val í janúar að hlutverk Corsovic minnkaði. Varð það því að samkomulagi, samkvæmt heimildum handbolta.is að hann leitaði á önnur mið sem nú hefur orðið raun á.


Áður en Corsovic kom til Vals hafði hann leikið með Trimo Trebnje í Slóveníu um þriggja ára skeið.

RK Partizan er komið í 16-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar og mætir á heimavelli á laugardag og sunnudag gríska liðinu Diomidis Argous.

Svo vill til að FH vann bæði RK Partizan og Diomidis Argous í fyrstu tveimur umferðum Evrópubikarkeppninnar haustið 2023.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -