Þýska liðið Rhein-Neckar Löwen, sem Ýmir Örn Gíslason leikur með, er komið í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik. Rhein-Neckar Löwen lagði RK Nexe frá Króatíu öðru sinni í fyrstu umferð útsláttarkeppni Evrópudeildar í kvöld, 31:29, á heimavelli. Samanlagt vann Rhein-Neckar Löwen tveggja leikja rimmu, 55:48.
Ýmir Örn skoraði ekki mark í leiknum.
Óðinn Þór markahæstur
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen eru á hinn bóginn úr leik. Kadetten tapaði með sex marka mun í Berlín í kvöld, 34:28, og samanlagt með 10 marka mun, 66:56. Óðinn Þór skoraði átta mörk og var markahæstur leikmanna Kadetten. Nils Lichtlein og Mathias Gidsel skoruðu sjö mörk hvor fyrir Füchse Berlin.
Fyrri í kvöld komust IK Sävehof og Dinamo Búkarest einnig í átta liða úrslit.
Í átta liða úrslitum mætast:
Rhein-Neckar Löwen – Sporting.
Dinamo Búkarest – Skjern.
Füchse Berlin – Nantes.
IK Sävehöf – Flensburg.
Fyrri leikir átta liða úrslita verða 23. apríl. Þeir síðari 30.apríl.
Sjá einnig: Tryggvi og félagar í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar