- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Zehnder úr leik næsta árið – áfram heldur ólánið að leika þýsku meistarana

Manuel Zehnder leikur ekki oftar með Magdeburg á árinu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Staðfest hefur verið að svissneski landsliðsmaðurinn Manuel Zehnder sleit krossband í vinstra hné í vináttulandsleik Sviss og Ítalíu á föstudaginn eins og handbolti.is sagði frá í gærmorgun. Zehnder leikur þar með ekkert meira með þýska meistaraliðinu SC Magdeburg á þessu ári, eftir því fram kemur í tilkynningu félagsins. Ekki er útilokað að keyptur verður a.m.k. einn leikmaður til félagsins áður en félagaskiptagluggnum verður lokað um miðjan febrúar.

Einstök óheppni

SC Magdeburg hefur verið einstaklega óheppið með meiðsli leikmanna á keppnistímabilinu. Zehnder er sjötti leikmaðurinn sem meiðist alvarlega síðan tveir þeir fyrstu meiddust í leikjum með landsliðum sínum á Ólympíuleikunum í sumar.

Keyptur í haust

Zehnder, sem var markakóngur þýsku 1. deildarinnar á síðasta keppnistímabili, var keyptur til SC Magdeburg frá HC Erlangen í byrjun september til að fylla skarð Svíans Felix Claar sem meiddist í leik með sænska landsliðinu á ÓL. Claar hefur ekkert leikið með Magdeburg á keppnistímabilinu.

Langur sjúkralisti

Auk Zehnder eru Ómar Ingi Magnússon, Oscar Bergendahl, Felix Claar, Tim Hornke og Philipp Weber á sjúkralista SC Magdeburg sem stendur í ströngu jafnt í þýsku 1. deildinni og í Meistaradeild Evrópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -