- Auglýsing -
- Auglýsing -

Židek og Car ganga til liðs við FH

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Króatísku handknattleikskonurnar Lara Židek og Ena Car hafa skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH og leika þar með með liði félagsins í Grill 66-deildinni sem hefst eftir u.þ.b. einn mánuð. FH staðfesti komu Židek og Car í dag en handbolti.is sagði frá fyrr í sumar að til stæði að þær stöllur færðu sig frá Haukum til FH


Židek og Car léku með Haukum á síðasta keppnistímabili en þar á undan spiluðu þær með ZRK Koka Varazdin í Króatíu.

Židek er á 27. aldursári og leikur í stöðu leikstjórnanda en getur auk þess leikið sem skytta. Ena Car, sem verður 25 ára á árinu, er rétthent skytta sem getur spilað báðar skyttustöðurnar. Ena á auk þess að baki landsleiki með yngri landsliðum Króatíu.


Car lék stórt hlutverk með liði Hauka í Olísdeildinni á síðasta tímabili en Židek var meidd seinni hluta tímabilsins en hefur náð sér að fullu.


„Við erum gríðarlega ánægð að fá þær Enu Car og Lara Židek til okkar í FH. Þær hafa mikla reynslu og eru mjög öflugir leikmenn sem við bindum miklar vonir við. Þær munu auka breiddina til muna og styrkja okkur bæði sóknar- og varnarlega,“ er haft eftir Ásgeiri Jónssyni formanni handknattleiksdeildar FH í tilkynningu.

Tengdar fréttir:

Konur – helstu félagaskipti 2023

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -