- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: January, 2021

„Maður er aftur orðinn nýliði“

„Maður er aftur orðinn nýliði í landsliðinu, bara aðeins reyndari nýliði en fyrir áratug eða svo,“ sagði Oddur Gretarsson, landsliðsmaður í handknattleik og brosti í samtali við handbolta.is fyrir utan hótel íslenska landsliðsins í handknattleik í Kaíró í dag....

„Framundan er ný keppni, nýr leikur“

„Tíminn hefur verið takmarkaður til undirbúnings. Við fengum klukkustundaræfingu í gær og förum á aðra æfingu síðdegis í dag,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, þegar handbolti.is hitti hann að máli rétt eftir hádegið fyrir utan hótel...

Frestað í Kristiansand

Það glíma fleiri handboltamenn við kórónuveiruna þessa dagana en þeir sem hyggjast taka þátt eða skipuleggja heimsmeistaramótið í handknattleik karla í Egyptalandi. Í hádeginu var stórleik sem fram átti að fara í Kristiansand í Noregi í Meistaradeild kvenna í...

HM: Stórviðburður hverjar sem aðstæður eru

Halldór Jóhann Sigfússon tók við þjálfun landsliðs Barein í lok nóvember og stýrir því fram yfir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann er væntanlegur til Kaíró á morgun með sveit sína til Kaíró á morgun fimmtudag en fyrsti leikur Bareina undir...

Stórveldin í Noregi og Rússlandi leiða saman hesta sína

Einn leikur verður á dagskrá í Meistaradeild kvenna í handknattleik í dag þegar að Vipers og Rostov-Don mætast. Um er að ræða leik sem var frestað í 9. umferð. Rússneska liðið, sem er enn á toppi A-riðils með 13...

HM: Óvíst að öll kurl séu komin til grafar

Þótt ekki sé enn búið að flauta til fyrsta leiksins á HM þegar þetta er skrifað er mótið þegar orðið sögulegt. Aldrei fyrr hafa tvö landslið orðið að hætta við þátttöku innan við sólarhring áður en flautað er til...

Molakaffi: Áfall hjá Brössum og Rússum, áfram frá vinnu, nýr landsliðsþjálfari, áhyggjur af matareitrun á HM

Thiagus Petrus, fremsti handknattleiksmaður Brasilíu og leikmaður Barcelona verður ekki með brasilíska liðinu á HM, alltént ekki í fyrstu leikjum landsliðsins. Hann hefur smitast af kórónuveirunni eins og sjö aðrir í hópi leikmanna og starfsmanna landsliðsins. Þetta eru skellur...

Þrír Íslendingar í sóttkví eftir leik við landslið Bandaríkjanna

Íslendingarnir þrír í herbúðum danska handknattleiksliðsins Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason, Gunnar Steinn Jónsson og Rúnar Kárason eru ásamt samherjum komnir í frí frá æfingum fram yfir næstu helgi eftir að einn félagi þeirra greindist smitaður af kórónuveirunni í gærmorgun,...

Fleiri heltast úr HM-lestinni – breytt landslag

Bandaríska landsliðið hefur dregið sig út úr keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem á að hefjast á morgun í Egyptalandi. Þetta var tilkynnt fyrir nokkrum mínútum.Í stað landsliðs Bandaríkjanna mætir landslið Sviss til keppni og tekur sæti í...

HM: IHF staðfestir komu Norður-Makedóníu

Landslið Norður-Makedóníu er á leið í loftið frá Skopje til Kaíró þar sem það tekur sæti tékkneska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla. Alþjóða handknattleikssambandið staðfesti komu Norður-Makedóníumanna fyrir nokkrum mínútum og að þeir taki sæti Tékka í G-riðli...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Alfreð vann í Flensburg – Bareinar Arons töpuðu í Köben – úrslit kvöldsins

Þýska landsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vann brasilíska landsliðið, 32:25, í fyrri vináttuleik þjóðanna að viðstöddum 5.600 áhorfendum í...
- Auglýsing -