- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: June, 2021

Íslendingar áberandi í liði lokaumferðarinnar

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í liði lokaumferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem lauk á sunnudaginn. Annarsvegar Bjarki Már Elísson vinstri hornamaður hjá Lemgo og hinsvegar Viggó Kristjánsson, örvhenta skyttan í herbúðum Stuttgart.Bjarki Már fór á kostum á heimavelli...

Molakaffi: Pereira, Darj, Montoro, Anic, Barbosa

Paulo Pereira þjálfari portúgalska karlalandsliðsins í handknattleik framlengdi í gær samning sinn við Handknattleikssamband Portúgals til tveggja ára, fram á sumarið 2023. Pereira hefur þjálfað landsliðið í fimm ár og tryggði sér m.a. í fyrsta sinn þátttökurétt á Ólympíuleikunum...

Valdir hafa verið Litháenfarar U17 ára landsliðsins

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson hafa valið 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í B-deild Evrópumóts U17 ára landsliða kvenna í handknattleik í Litháen 7. – 15. ágúst nk.Liðið hefur æfingar mánudaginn 26. júlí og...

Í liði umferðarinnar eftir kveðjuleikinn

Handknattleiksmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson lék sinn síðasta leik fyrir Bietigheim á laugardaginn þegar liðið vann HSV Hamburg, 28:27, á heimavelli. Aron Rafn stóð sig afar vel í kveðjuleiknum, varði 17 skot og var með 39% hlutfallsmarkvörslu. Fyrir frammistöðuna er...

Bara tölur á blaði – markakóngurinn framlengir til 2026

„Það er góður áfangi að ná þessu þótt það hafi ekki verið markmiðið þegar keppnistímabilið hófst. Það er bara gaman,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg, sem í gær varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með 274 mörk...

Efnilegur Færeyingur semur við Hauka

Færeyska handknattleikskonan Natasja Hammer, sem er af íslensku bergi brotin, hefur skrifað undir tveggja ára saming við Hauka. Natasja, sem er 18 ára gömul, er ein af efnilegastu handknattleikskonum Færeyja. Hún kemur til Hauka frá Kyndli í Þórshöfn.Í tilkynningu...

Snýr heim í Grafarvog eftir veru í Garðabæ

Goði Ingvar Sveinsson hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Fjölni en hann skipti yfir til Stjörnunnar fyrir ári síðan. Hann festi þó ekki rætur hjá Garðabæjarliðinu og var lánaður til Fjölnis snemma á þessu ári og...

Molakaffi: Áfangar hjá Ómari og Bjarka, sögulegur Sagosen, Coburg, Mensing

Ómar Ingi Magnússon braut blað í sögu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær þegar hann varð markakóngur. Hann varð þar með fyrsti leikmaður deildarinnar sem verður markakóngur hennar á fyrsta keppnistímabili frá því að núverandi deildarfyrirkomulag var tekið...

Víkingur endurheimtir leikmann af Seltjarnarnesi

Víkingar halda áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í Grill66-deild karla á næsta keppnistímabili. Í dag greindi handknattleiksdeild Víkings frá því að samkomulag hafi náðst við Jóhann Reyni Gunnlaugsson um að leika með Víkingi næstu tvö árin.Jóhann Reynir,...

Er fjórði íslenski markakóngurinn í Þýskalandi

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg, varð í dag markakóngur þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Hann skoraði 12 mörk í síðasta leik Magdeburg á keppnistímabilinu gegn Lemgo og skoraði alls 274 mörk í 38 leikjum, fjórum mörkum fleiri en Marcel...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Loksins sigur og annað sætið gekk Kristianstad úr greipum í Gautaborg

Eftir talsverða mæðu að loknum síðustu leikjum þá tókst Arnari Birki Hálfdánssyni og samherjum í Amo HK að vinna...
- Auglýsing -