Monthly Archives: June, 2021

Erum alltaf með þegar við eigum þess kost

„Þegar við höfum átt þess kost að taka þátt í Evrópukeppni þá höfum við verið með. Á því verður engin breyting á núna,“ sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka við handbolta.is. Hann staðfesti þar með að Haukar skrái lið...

Verður Vardar hent út úr Meistaradeildinni?

Svo kann að fara að HC Vardar 1961 frá Norður-Makedóníu verði vísað úr keppni í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Félagið fékk þátttökuleyfi í gær með skilyrði en hafi það ekki reitt fram eina milljón evra í tryggingu...

Selfoss ætlar í Evrópukeppnina

Forsvarsmenn handknattleiksdeildar Selfoss hafa ákveðið nýta þann rétt sem félagið hefur til að skrá karlalið sitt til leiks í Evrópubikarkeppninni. Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss staðfesti þetta í samtali við sunnlenska.is. „Það er skýr stefna deildarinnar að nýta öll tækifæri...

Gummersbach staðfestir komu Nagy

Þýska handknattleiksliðið Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, staðfesti í morgun fregnir um að markvörðurinn Martin Nagy hafi samið um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Nagy kom til Vals á síðasta sumri og varð Íslandsmeistari með Hlíðarendaliðinu á...

Molakaffi: Emelía, Ágúst, Hrafnhildur, Einar Örn, Tryggvi, Herrem, Markussen

Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir og Ágúst Birgisson voru valin bestu leikmenn meistaraflokka karla og kvenna hjá FH á nýliðinni leiktíð. Fengu þau viðurkenningar þess efnis í lokahófi um síðustu helgi.  Emelía Ósk Steinarsdóttir og miðjumaðurinn Einar Örn Sindrason urðu fyrir valinu...

Myndband: Draumur varð að veruleika – heimildarmynd

Handknattleikslið í KA/Þór áttu stórkostlegt keppnisár og draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn varð að veruleika og reyndar gott betur því einnig varð liðið deildarmeistari í Olísdeildinni og vann meistarakeppni HSÍ. Liðið rakaði til sin þeim verðlaunum sem leikið var um á...

Ívar Logi er mættur á Nesið

Eyjamaðurinn efnilegi, Ívar Logi Styrmisson, hefur ákveðið að leika með Gróttu á Seltjarnarnesi í Olísdeild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Af þessu tilefni hefur verið gerður eins árs lánasamningur eftir því sem fram kemur í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu. Ívar...

Gunnar Valur ráðinn í stað Andra

Gunnar Valur Arason hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Fjölnis til næstu þriggja ára. Hann tekur við starfinu af Andra Sigfússyni sem var á vordögum ráðinn verkefnastjóri hjá Gróttu. Gunnar Valur hefur þjálfað meistaraflokk kvenna ásamt 3. og 4. fl....

Fjögur ný lið koma inn í Meistaradeildirnar í haust

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvað 32 lið taka þátt í Meistaradeildum karla og kvenna á næsta keppnistímabili. Eins og á síðasta tímabili leika 16 lið í hvorri deild. Á föstudaginn verður dregið í tvo átta liða riðla...

Alfreð hefur valið æfingahópinn fyrir ÓL

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, hefur valið 17 leikmenn til æfinga vegna þátttöku þýska landsliðsins í Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan í lok næsta mánaðar og í byrjun ágúst. Fjórtán leikmenn verða í hópnum...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Um er að ræða einstakt afrek – við spilum frábæran handbolta

„Við höfum leikið 30 leiki á tímabilinu og unnið 29. Ég held að fullyrða megi að um einstakt afrek...
- Auglýsing -