„Leikurinn leggst vel í okkur. Það er alltaf gaman að mæla sig við lið frá Evrópu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari karlaliðs FH, sem klukkan 17 í dag mætir SKA Minsk frá Hvíta-Rússlandi í Kaplakrika. Um er að ræða fyrri...
Karlalið Hauka er í góðu yfirlæti á Kýpur þessa daga þar sem það leikur tvísvar sinnum við lið Parnassos Strovolou á Nikósíu í dag og á morgun. Að þessum leikjum loknum hefur karlalið Hauka leikið 114 sinnum í Evrópukeppni,...
Eins og endranær á þessum árstíma verður mikið um að vera í handknattleik þessa helgina. Í dag verður leikið í Olísdeildum kvenna og karla auk þess sem karlalið FH og Selfoss leika á heimavelli í Evrópubikarkeppninni.
Til viðbótar verða...
Andrea Jacobsen og samherjar hennar í Kristianstad eru komnar áfram í 3. umferð Evrópubikarkeppni kvenna eftir sigur á ZRK Mlinotest Ajdovscina, 20:19, í seinni leik liðanna í Slóveníu í gær. Jafntefli varð í fyrri leiknum á fimmtudaginn, 26:26. Andrea...
Hörður og ÍR halda áfram sigurgöngu sinni í Grill66-deild karla í handknattleik og halda þar með áfram að fylgjast að í tveimur efstu sætum deildarinnar með sex stig hvort að loknum þremur leikjum. Hörður vann ungmennalið Vals í kvöld,...
Víkingur gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði FH í Víkinni í kvöld í Grill66-deild kvenna, 24:21. Þetta var fyrsti sigur Víkinga í deildinni á keppnistímabilinu og um leið fyrsta tap FH-inga. Víkingar náðu þar með að einhverju leyti...
ÍR fagnaði sínum fyrsta sigri í kvöld í Grill66-deild kvenna í handknattleik er liðið lagði Selfoss í Sethöllinni á Selfossi með átta marka mun, 36:28, í þriðju umferð deildarinnar. Um leið var þetta fyrsta tap Selfossliðsins sem hafði unnið...
Stórleikur Elínar Jónu Þorsteinsdóttur, landsliðsmarkvarðar, dugði liði hennar, Ringköbing Håndbold ekki til sigurs á heimavelli í kvöld þegar það mætti Silkeborg-Voel í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik en þá var þráðurinn tekinn upp á ný eftir hlé vegna landsleikja.
Elín Jóna...
„Við æfðum í keppnishöllinni í dag og það er tilhlökkun í hópnum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, við handbolta.is í kvöld þegar hann var nýlega búinn með liðsfund og æfingarmeð liðinu sem sem er statt í Arandjelovac...
HSÍ hefur ráðið Róbert Gunnarsson í þjálfarateymi U-20 ára landsliðs karla og mun hann þjálfa liðið ásamt Einari Andra Einarssyni. Róbert flutti heim í sumar eftir að hafa búið ytra í um tvo áratugi. Síðast var hann ungmennaþjálfari hjá...