- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: December, 2021

HM: Lið sex þjóða örugg áfram – Argentína kom á óvart

Þýskaland, Ungverjaland, Danmörk, Suður Kórea, Brasilía og Spánn eru örugg um sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik eftir að annarri umferð af þremur í riðlum E, F, G og H lauk í kvöld.Argentína setti óvænt strik í...

Fjölnir heldur sínu striki

Fjölnir heldur sínu striki í þriðja sæti Grill66-deildar karla í handknattleik. Fjölnismenn lögðu ungmennalið Vals í kvöld með níu marka mun í Origohöll þeirra Valsara, 38:29, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.Fjölnir hefur þar...

Tinna Húnbjörg reyndist meisturunum erfið – úrslit og markaskor dagsins

Stjarnan hefur nýtt hléið síðustu vikur vel til þess að sækja í sig veðrið ef marka má öruggan sigur hennar á Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs í TM-höllinni í dag, 27:20. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar í níu leikjum í...

Einar Bragi skoraði 16 mörk – úrslit og markaskor dagsins

Nýliðar HK í Olísdeild karla fengu sitt fyrsta stig í deildinni í dag er þeir gerðu jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í ógurlegum markaleik, 39:39. Segja má að það hafi verið Eyjamenn sem hafi krækt í jafnteflið því þeir...

Endaspretturinn hófst of seint – Haukar eru úr leik

Góður endasprettur Hauka færði þeim eins marks sigur á CSM Focsani frá Rúmeníu í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Sigurinn dugði Haukum hinsvegar skammt því þeir féllu úr keppni eftir samanlagt...

Valur áfram í efsta sæti eftir nauman sigur

Valur heldur áfram að hreiðra um sig í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik. Í dag vann Valsliðið eins marks sigur á HK í Origohöllinni í upphafsleik 9. umferðar, 18:17. Valur hefur sextán stig og er þremur stigum á...

HM: Leikir á laugardegi

Önnur umferð riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik fer fram í kvöld. Átta leikir fara fram í fjórum riðlum. Fjórir leikir hefjast klukkan 17 og hinir fjórum tveimur og hálfri stund síðar. Eftir leikina skýrast e.t.v. aðeins línur um hvaða...

Dagskráin: Í mörg horn er að líta

Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag eftir rúmlega hálfsmánaðar hlé vegna æfinga og keppni kvennalandsliðanna. Einum leik í 9. umferð varð að fresta, viðureign ÍBV og Aftureldingar, vegna þátttöku eins leikmanns ÍBV á heimsmeistaramóti...

Molakaffi: Hannes Jón, Donni, Ágúst Elí, Møller, Nenadic

Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í austurríska meistaraliðinu Alpla Hard unnu HSG Graz með 13 marka mun á heimavelli í gær, 35:22. Þar með komst Hard-liðið í efsta sæti austurrísku 1. deildarinnar á nýjan leik með 19 stig...

Grétar Ari skellti í lás

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, hélt upp á það að vera valinn í 35 manna hópi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumeistaramótið í handknattleik með því að eiga stórleik í kvöld með liði sínu, Nice, í frönsku 2. deildinni þegar liðið lagði...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Erum með betra lið og meiri breidd

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Georgíu í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16 í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins....
- Auglýsing -