Monthly Archives: June, 2022
Fréttir
Gísli Þorgeir fær tækifæri til að fagna!
Það verður án efa mikil stemning í íþróttahöllinni í Magdeburg og á ráðhústorgi bæjarins á morgun, þegar leikmenn Magdeburgarliðsins taka á móti Þýskalandsskildinum – í fyrsta skipti í 21 ár, eða síðan 2001 er Ólafur Stefánsson og Alfreð Gíslason...
Efst á baugi
Molakaffi: Lund, Ómar Ingi, Alex Máni, Sara Björg, Buric, Gottfridsson
Børge Lund hefur framlengt samning sinn um þjálfun norska meistaraliðsins Elverum til ársins 2025. Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson leika með Elverum sem mætir Arendal í dag í fjórða úrslitaleik liðanna í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar. Elverum hefur verið...
Fréttir
Viðurkenningar til yngri Framara á lokahófi
Lokahóf 3. og 4. aldursflokka Fram fór fram í gærkvöld. Veittar voru viðurkenningar fyrir keppnistímabilið sem er að baki en framundan er spennandi keppnistímabil hjá Fram með flutningi í glæsilega aðstöðu í Úlfarsárdal.Þjálfarar flokkanna fjögurra völdu þrjá leikmenn...
Efst á baugi
Anna Katrín er ákveðin í að taka fram skóna
Anna Katrín Stefánsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Gróttu. Hún dró fram skóna þegar langt var liðið á síðasta keppnistímabil eftir sex ára hlé og lék átta leiki með Gróttu og skoraði 15 mörk. Ástæðan fyrir langri fjarveru...
Efst á baugi
Mæta Færeyingum tvisvar í Þórshöfn
Landslið pilta í handknattleik, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, fór til Færeyjar í morgun þar sem leiknir verða tveir vináttuleikur við færeyska landsliðið í sama aldursflokki á morgun og á sunnudaginn.Leikirnir fara fram í Höllinni á Hálsi í...
Efst á baugi
Íslandsmeistararnir styrkjast
Handknattleikskonan Hekla Rún Ámundadóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Íslands- og deildarmeistara Fram. Hún kemur til félagsins frá Haukum þar sem hún hefur leikið síðustu fjögur ár.Hekla Rún þekkir vel til hjá Fram eftir að hafa leikið...
Efst á baugi
Mikil spenna í kapphlaupinu um markakóngstitilinn
Mikil spenna er í kapphlaupinu um markakóngstitilinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik fyrir lokaumferðina sem fram fer á sunnudaginn. Tveir Íslendingar eru á meðal þriggja efstu auk þess sem íslenskt blóð rennur í þeim sem efstur er á...
Efst á baugi
Karlar – helstu félagaskipti
Handbolti.is heldur skrá yfir helstu félagaskipti sem greint hefur verið frá á síðustu vikum og mánuðum meðal handknattleikfólks, jafnt innan lands sem utan. Hér fyrir neðan er það sem hæst ber í félagskiptum á meðal handknattleikskarla og félög hafa...
Efst á baugi
Molakaffi: Arnar Freyr, Berglind, Gros, Reistad, Gubica, Milosevic, Gasmi og Gasmi
Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Arnar Freyr Arnarsson, leikur áfram með þýska 1. deildarliðinu Melsungen á næsta keppnistímabili. Samningur hans tekur einnig yfir næsta keppnistímabil. Arnar Freyr staðfesti það við handbolta.is í gærmorgun. Hann kom til Melsungen sumarið 2020.Berglind Gunnarsdóttir hefur...
Fréttir
Ómar Ingi skoraði 13 og geigaði ekki á skoti
Ómar Ingi Magnússon átti hreint einstakan leik með Magdeburg í kvöld þegar liðið lagði Leipzig á útivelli í næst síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar, 36:31. Ómar Ingi skoraði 13 mörk og geigaði ekki á skoti. Sex markanna skoraði Selfyssingurinn...
Nýjustu fréttir
Naumt hjá Degi í Varazdin – úrslit vináttuleikja í kvöld
Króatíska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar vann lærisveina Kiril Lazarov í landsliði Norður Makedóníu, 27:25, í vináttulandsleik í Varazdin...