Monthly Archives: June, 2022
Efst á baugi
Bjarni tekur við á nýjan leik
Bjarni Fritzson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokksliðs karla hjá ÍR. Hefur félagið gert við hann þriggja ára samning. Bjarni var einnig þjálfari ÍR-liðsins frá 2014 til 2020 og þekkir vel til í herbúðum þess.ÍR vann sér sæti í...
Efst á baugi
Molakaffi: Glauser, Thulin, Gómez, Svava Lind
Laura Glauser, annar landsliðsmarkvörður Frakka á síðustu árum, hefur samið við CSM Bucaresti, eftir því sem Eurosport greinir frá samkvæmt heimildum. Glauser hefur verið einn þriggja markvarða Györ í Ungverjalandi. Hún hefur hins vegar verið óánægð með ónóg tækifæri...
Efst á baugi
U15 ára landsliðshópur kallaður saman til æfinga
Haraldur Þorvarðarson og Halldór Jóhann Sigfússon hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga með U15 ára landsliðinu í handknattleik 24. – 26. júní. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum, eftir því...
Efst á baugi
Sigurður heldur hiklaust áfram
Sigurður Bragason og handknattleiksdeild ÍBV hafa komist að samkomulagi um að Sigurður verði áfram þjálfari meistaraflokks kvenna. Samningurinn nær til næstu tveggja keppnistímabila.Sigurður hefur verið þjálfari kvennaliðs ÍBV undangengin þrjú ár og voru báðir aðilar áhugasamir um áframhaldandi samstarf,...
Efst á baugi
Handboltinn er einhvern veginn meira fyrir mig
Elín Klara Þorkelsdóttir var valin efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna í verðlaunahófi HSÍ á dögunum. Valið kom fáum á óvart sem fylgst hafa með kvennahandknattleik síðustu misseri. Elín Klara hefur jafnt og þétt orðið burðarás í liði Hauka í Olísdeildinni...
Efst á baugi
Verður ekki einfalt að velja HM-hópinn
Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U18 ára landsliðs kvenna í handknattleik var ánægður eftir tvo sigurleiki á færeyska landsliðinu sem fram fóru í Kórnum í gær og í fyrradag, 31:29, í fyrradag og 27:24, í gær. Leikirnir voru liður...
Efst á baugi
Molakaffi: Myrhol, Oftedal, PSG, Sandell, N’Guessan
Norðmaðurinn Bjarte Myrhol segist ekki hafa hugsað sig um tvisvar þegar Kiel hafði samband við hann og grenslaðist fyrir um hvort hann gæti hlaupið í skarðið út keppnistímabilið. Myrhol lagði handboltaskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í ágúst. Hann segist...
Efst á baugi
Kem sterk til baka eftir 6 til 8 mánuði
Komið verður inn á næsta ár þegar Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður í handknattleik og liðsmaður danska úrvalsdeildarliðsins Ringkøbing Håndbold tekur þátt í kappleik á nýjan leik.Elína Jóna segir frá því á Instagram að hún hafi gengist undir aðgerð...
Efst á baugi
Þór hefur krækt í Færeying
Handknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur krækt í liðsauka frá Færeyjum fyrir næsta keppnistímabil í Grill66-deildinni. Sagt er frá því á samfélagsmiðlum deildarinnar að samið hafi verið við Jonn Róa Tórfinnsson.Jonn Rói er 22 ára gamall Færeyingur sem leikur í...
Efst á baugi
Vipers vann annað árið í röð – Mørk og Lunde bæta í verðlaunasafnið
Norska meistaraliðið Vipers Kristiansand vann í dag Meistaradeild Evrópu í handknattleik kvenna annað árið í röð. Vipers vann ungverska stórliðið Györ í úrslitaleik í MVM Dome í Búdapest, 33:31, að viðstöddum 15.400 áhorfendum. Aldrei hafa fleiri áhorfendur verið á...
Nýjustu fréttir
Björg Elín er íþróttaeldhugi ársins
Björg Elín Guðmundsdóttir sjálfboðaliði hjá Val og HSÍ til áratuga var í kvöld útnefnd eldhugi ársins af Íþrótta- og...