- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: June, 2022

Sveinn fer ekki til Þýskalands – verður áfram á Jótlandi

Kúvending hefur orðið hjá handknattleiksmanninum Sveini Jóhannssyni. Ekkert verður úr að hann flytji til Þýskalads í sumar og gangi til liðs við þýska 1. deildarliðið HC Erlangen eftir að babb kom í bátinn vegna meiðsla. Þess í stað hefur...

Íslandsmeistarar heiðraðir á uppskeruhátíð HK

Glatt var hjalla og bros á hverju andliti í gærkvöld þegar HK hélt árlega uppskeruhátíð fyrir þriðja og fjórða aldursflokk. Stjórnendur barna- og unglingaráðs grilluðu hamborgara og veittar voru viðurkenningar til iðkenda eftir skemmtilegt keppnistímabil þar sem Íslandsmeistaratitill 3....

Molakaffi: HM U20 ára, Ungverjar, U18, Tatran Presov

Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, hefst í Slóveníu í dag. Óhætt er að segja að mótið hefjist af krafti en 16 leikir eru á dagskrá í dag. Um er að ræða fyrsta mótið í...

Reyndi að tala um fyrir EHF á löngum fundi

Mihajlo Mihajlovski, forseti meistaraliðsins Vardar Skopje, segir það hafa verið áfall að heyra að liðinu verði ekki heimilað að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla á næstu leiktíð. Hann hafi átti rúmlega klukkustunda langan fund með Michael...

Bríet leikur áfram með ÍBV

Bríet Ómarsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning fyrir næsta keppnistímabil.Bríet er öflugur línumaður sem uppalinn er hjá félaginu og hefur leikið með meistaraflokki ÍBV undanfarin ár, ásamt U-liði félagsins. Hún hefur leikið með yngri landsliðum...

Fjögur lið berjast í Mexíkó um einn HM-farseðil

Aðeins fjögur landslið taka þátt í undankeppni Norður-Ameríku og Karabíahafseyja fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik karla sem hefst í Mexíkóborg á sunnudaginn. Í boð er eitt sæti á heimsmeistaramótið sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar á næsta...

Í liði ársins annað árið í röð

Ómar Ingi Magnússon er í úrvalsliði þýsku 1. deildarinnar í handknattleik fyrir keppnistímabilið 2021/2022. Hann er eini Íslendingurinn í liðinu sem valið er í samkvæmt ýmsum tölfræðiþáttum sem teknir eru saman eftir hvern leik deildarinnar. Þetta er annað árið...

Molakaffi: Daníel Andri, Boquist, staðfest fjölgun hjá yngri landsliðum

Daníel Andri Valtýsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu. Daníel er 25 ára gamall og kom til liðs við Gróttu fyrir þremur árum. Hann er markmaður og er uppalinn á Hlíðarenda. Daníel lék stærstan hluta leikjanna...

Hlaupið hefur á snærið hjá meistaraliði Vals

Handknattleiksmaðurinn Aron Dagur Pálsson hefur ákveðið að snúa heim eftir þriggja ára veru í Svíþjóð og Noregi og ganga til liðs við Íslands-, deildar- og bikarmeistara Vals.Aron sem er 25 ára og getur jafnt leikið sem miðjumaður og skytta...

Lokahóf Fram: Steinunn heiðruð fyrir 300 leiki – nýr heiðursfélagi

Lokahóf handknattleiksdeildar Fram var haldið á síðasta fimmtudagskvöld. Þar var fagnað árangri nýliðannar leiktíðar hjá meistaraflokkum félagsins. Kvennalið Fram varð Íslandsmeistari og deildarmeistari í Olísdeildinni.Veittar voru viðurkenningar til einstaklinga í meistarflokkum karla og kvenna. M.a fékk Steinunn Björnsdóttir viðurkenningu...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Grill 66 kvenna: 10 marka sigur Víkinga – Fjölnir önglaði í tvö stig

Víkingur vann annan leik sinn í röð á upphafsdögum nýs árs í kvöld í Grill 66-deild kvenna í handknattleik....
- Auglýsing -