Thelma Dögg Einarsdóttir hefur verið lánuð frá Stjörnunni til FH sem leikur í Grill 66-deildinni. Hún lék sinn fyrsta leik með FH í fyrrakvöld gegn ungmennaliði Vals og skoraði fimm mörk í 28:22 sigri FH-liðsins.
Grétar Ari Guðjónsson varði tvö...
Danir unnu nauðsynlegan sigur á Ungverjum í síðari leik dagsins í millriðli eitt á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Ljubjana í kvöld, 29:27, í afar jafnri og skemmtilegri viðureign.
Sandra Toft innsiglaði bæði stigin þegar hún varði vítakast hálfri...
Rúnar Sigtryggsson fagnaði sigri í fyrsta leik sínum við stjórnvölin hjá þýska 1. deildarliðinu Leizpig í kvöld þegar liðið lagði Wetzlar á útivelli, 25:24, með sigurmarki Matej Klima 13 sekúndum fyrir leikslok. Rúnar kom til félagsins í gær og...
Óðinn Þór Ríkharðsson heldur áfram að fara nánast með himinskautum með svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen. Hann skoraði 13 mörk í kvöld í 16 skotum í 14 marka sigri Kadetten á RTV Basel, 36:22, á heimavelli.
Þrjú marka sinna skoraði Óðinn...
Slóvenar hreinlega kjöldrógu nágranna sína frá Króatíu í fyrsta leik milliriðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik Arena Stozice í Ljubljana í kvöld og unnu með átta marka mun, 26:18, eftir að hafa verið mest níu mörkum yfir. Aðeins var eins...
Óánægja ríkir með framgöngu spænska landsliðsins á síðustu mínútu leiks Spánar og Þýskalands í riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna í gærkvöld. Svo virðist sem leikmenn spænska landsliðsins hafi viljandi kastað langt yfir þýska markið af löngu færi eftir að...
Slóvenska landsliðið vann Serba í lokaumferð riðlakeppni EM á þriðjudagskvöld og sendi þar með serbneska landsliðið heim. Svo skemmtilega vill til að Tamara Mavsar, einn leikmanna slóvenska landsliðsins, er eiginkona Uros Bregar landsliðsþjálfara Serba. Bregar er Slóveni og þjálfaði...
Daninn Magnus Saugstrup tryggði Magdeburg annað stigið á heimavelli í gær þegar Rhein-Neckar Löwen kom í heimsókn, 32:32, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti enn einn úrvalsleikinn fyrir Magdeburg. Hann skoraði sex mörk og átti...
Pólverjar sitja eftir með sárt ennið að lokinni síðustu leikjum í riðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik. Pólska landsliðið tapaði fyrir Svartfellingum, 26:23, og það sem enn verra var fyrir Pólverja var að Spánverjar lögðu Þjóðverja með tveggja marka mun,...
FH fór upp í annað sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á ungmennaliði Vals, 28:22, í síðasta leik fjórðu umferðar deildarinnar. Leikið var á heimavelli FH-inga í Kaplakrika. Staðan var jöfn að loknum fyrri...