- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: March, 2023

Gísli Þorgeir atkvæðamikill að vanda – úrslit dagsins í Þýskalandi

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk og var næst markahæstur hjá SC Magdeburg í dag þegar liðið vann neðsta lið þýsku 1. deildarinnar, Hamm-Westfalen, 36:27, á útivelli. Sigurinn var öruggur og m.a. munaði átta mörkum að loknum fyrri hálfleik,...

Bikarmeistarar í 6. flokki – myndir

Á laugardagsmorgun var í fyrsta sinn leikið til úrslita í Poweradebikarnum í 6. flokki karla og kvenna samhliða bikardögum Handknattleikssambands Íslands. Þessari nýbreytni var vel tekið og nutu börnin sín að leika í frábærri umgjörð í Laugardalshöll. Ljóst er...

Óðinn Þór átti stórleik – Kadetten í bikarúrslit

Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti enn einn stórleikinn með Kadetten Schaffhausen í gær þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar í Sviss. Kadetten lagði þá GC Amicitia Zürich, 38:27, á heimavelli eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir...

Dagskráin: Fimmti og síðasti dagur bikarveislunnar

Fimmti og síðasti dagur Poweradebikar hátíðarinnar í handknattleik stendur yfir í Laugardalshöll í dag. Hófst hátíðin klukkan níu í morgun með úrslitaleikjum í 5. flokki karla og kvenna, yngri og eldri liða. Eftir hádegið taka við 4. flokkur karla...

Molakaffi: Andrea, Aron, Bjarki, Sandra, Teitur, Hannes, Örn, Tumi

Andrea Jacobsen hélt upp á nýjan samning sinn með EH Aalborg í gær og skoraði fjögur mörk í fimm marka sigri liðsins á Ringsted, 30:25, á heimavelli í næst efstu deild dönsku 1. deildarinnar í handknattleik. EH Alaborg er...

Flugeldar og mannhaf tók á móti bikarmeisturunum í Eyjum

Mannhaf tók á móti nýkrýndum bikarmeisturum ÍBV í handknattleik kvenna við komuna til Heimaeyjar í kvöld eftir siglingu frá Landeyjahöfn. Flugeldum var skotið á loft þegar Herjólfur sigldi inn í höfnina í Eyjum með bikarmeistarana og fjölda annarra farþega....

Þórsarar sendu Kórdrengi tómhenta suður

Þórsarar á Akureyri létu ekki möguleikann á tveimur stigum sér úr greipum ganga í dag þegar þeir tóku á móti liði Kórdrengja í Höllinni á Akureyri í Grill 66-deild karla í handknattleik. Eftir erfiða byrjun á leiknum þá sneru...

Hrærður yfir sigrinum, stelpunum og öllum stuðningnum

Sigurður Bragason þjálfari ÍBV átti erfitt með að dylja tilfinningar sínar eftir sigur ÍBV í Poweradebikarnum í handknattleik kvenna í Laugardalshöll í dag þegar ÍBV lagði Val, 31:29. Fyrsti titillinn hans sem aðalþjálfara var í höfn eftir að á...

Stuðningurinn gaf okkur svo sjúklega mikinn kraft

„Með þessari rosalegu stemningu úr stúkunni þá held ég að okkur hafi verið ómögulegt að tapa leiknum. Stuðningurinn gaf okkur svo sjúklega mikinn kraft,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir leikmaður ÍBV í samtali við handbolta.is eftir sigur ÍBV á Val...

Varnarleikur okkar var alltof “soft”

„Varnarleikurinn okkar, sérstaklega í síðari hálfleik var alltof "soft". Við mættum ekki skyttum ÍBV-liðsins eins og við áttum að gera. Hanna fékk að komast ótrufluð í loftið og síðan hrökk Birna í gang í síðari hálfleik,“ sagði Ágúst Þór...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Grill 66 kvenna: 10 marka sigur Víkinga – Fjölnir önglaði í tvö stig

Víkingur vann annan leik sinn í röð á upphafsdögum nýs árs í kvöld í Grill 66-deild kvenna í handknattleik....
- Auglýsing -