Max Emil Stenlund hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við handknattleiksdeild Fram. „Max er ung og efnileg hægri skytta sem leggur hart að sér. Hann á sér sæti í yngri landsliðum Íslands,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fram af...
Rúnar Kárason reiknar með að leika á ný með ÍBV eftir þrjár til fjórar vikur. Hann hefur ekkert leikið með ÍBV eftir að keppni í Olísdeildinni hófst í byrjun febrúar og hefur svo sannarlega verið skarð fyrir skildi hjá...
Kátt var á hjalla í Laugardalshöll í gær eftir að íslenska landsliðið í handknattleik karla lagði Tékka með níu marka mun, 28:19, í undankeppni Evrópumótsins.
Meðal áhorfenda var forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, sem er dyggur stuðningsmaður landsliðsins að...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla steig stórt skref í átt til þess að tryggja sér efsta sæti í 4. riðli undankeppni Evrópumótsins með sigrinum á Tékkum í Laugardalshöll í gær, 28:19. Þar með hefur Ísland betri stöðu í innbyrðis...
„Það er gríðarlega stórt fyrir Fram að fá Rúnar heim og um leið mikil viðurkenning á okkar starfi að maður af styrkleika Rúnars vilji koma til liðs við okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram glaður í bragði í...
Stiven Tobar Valencia lék sinn fyrsta landsleik á heimavelli í gær þegar íslenska landsliðið lék við Tékka og vann með níu marka mun, 28:19, í undankeppni EM. Leikurinn fór fram fyrir framan á þriðja þúsund áhorfendur í endurbættri Laugardalshöll.
Stiven...
Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik hefur framlengt samning sinn við danska 1. deildarliðið EH Aalborg. Andrea gekk til liðs við félagið fyrir ári frá Kristianstad í Svíþjóð og hefur leikið afar vel á leiktíðinni og tekið miklum framförum. EH...
Viggó Kristjánsson fékk högg á munninn í viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handknattleik í gær með þeim afleiðingum að vörin sprakk. Blæddi nokkuð og mátti Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins hafa sig allan við að...
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var næst markahæstur í finnska landsliðinu í gær með fimm mörk í tapleik fyrir Slóvökum, 32:25, í síðari viðureign liða þjóðanna í Hlohovec í Slóvakíu í gær. Slóvakar og Finnar eru í þriðja og fjórða sæti...
Seltirningar hafa ekki lagt árar í bát í kapphlaupinu um sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð. Þeir sæta lagi sem fyrr í baráttunni og létu þar af leiðandi ekki tækifæri sér úr greipum ganga þegar Gróttuliðið sótti ungmennalið...