- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: March, 2023

Katrín Helga og Rut skrifa undir þriggja ára samninga

Handknattleikskonurnar öflugu, Katrín Helga Sigurbergsdóttir og Rut Bernódusdóttir, hafa framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Gróttu til þriggja ára, út tímabilið vorið 2026.Katrín Helga er fædd árið 2002 og leikur sem skytta. Hún leikur bæði lykilhlutverk í sóknar- og varnarleik...

Polman fór á kostum og Rapid sneri við taflinu

Rúmenska liðið Rapid frá Búkarest komst í gær í fyrsta sinn í átta liða úrslit í Meistaradeild kvenna í handknattleik. Rapid vann ævintýralegan sigur á Krim Ljubljana frá Slóveníu, 30:24, á heimavelli í síðari viðureigninni. Krim vann fyrri leikinn...

Keppnistímabilinu er lokið hjá Viggó

Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson og leikmaður SC DFhK Leipzig leikur ekki fleiri leiki á keppnistímabilinu vegna meiðsla. Hann meiddist í aftanverðulæri í viðureign Leipzig og Erlangen á fimmtudaginn. Rifa kom í vöðvann og þarf Viggó að gangast undir aðgerð síðar...

Myndskeið: Uppþot og óeirðir á toppslag í Skopje

Hvað eftir annað sauð upp úr á meðal áhorfenda og jafnvel leikmanna og þjálfara í gær þegar RK Vardar 1964 og RK Eurofarm Pelister mættust í toppslag efstu deildar karla í handknattleik í Jane Sandanski Arena, keppnishöll Vardar, í...

Myndskeið: Gísli Þorgeir verður hjá SC Magdeburg til 2028

Landsliðsmaðurinn í handknattleik og leikmaður Þýskalandsmeistara SC Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn gildir til loka júní 2028. Fyrri samningur hans við félagið var til ársins 2025.Sennilega hafa fáir íslenskir handknattleiksmenn skrifað...

Valur fordæmir ósæmilega og niðrandi hegðun þjálfara ÍBV – viðbrögð ÍBV vonbrigði

Knattspyrnufélagið Valur sendi í morgun frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem og eftirmála í leik kvennaliða ÍBV og Vals í Olísdeild kvenna 25. febrúar sl. Í yfirlýsingunni er fordæmd ósæmileg og niðrandi hegðun þjálfara ÍBV eftir leikinn.Segir þar...

Molakaffi: Jónína, Tumi, Oddur, Daníel, Örn, Sveinn, Hafþór, Elías, Alexandra, Rakel, Dana, Katrín

Jónína Hlíf Hansdóttir og félagar í MKS IUVENTA Michalovce frá Slóvakíu féllu naumlega úr leik í undanúrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í gær. Michalovce vann Antalya Konyaalti BSK, 33:27, í síðari leik liðanna í Michalovce í gær. Sigurinn nægði...

Reyndist löndum sínum erfiður

Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í þýska meistaraliðinu SC Magdeburg unnu í dag Gummersbach með 12 marka mun á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 41:29. Gísli Þorgeir Kristjánsson reyndist löndum sínum í Gummersbach-liðinu erfiður. Hann skoraði sjö...

Grill 66-deild: Línur eru orðnar skýrar

Þrátt fyrir að flest átta af níu liðum Grill 66-deildar kvenna í handknattleik eigi eftir að leika einu sinni þá liggja línur deildarinnar nokkuð ljósar fyrir. Afturelding fer beint upp í Olísdeild en ÍR, Grótta og FH taka þátt...

Myndir: Afurelding dreif sig rakleitt aftur upp

Afturelding staldraði ekki nema í eitt tímabil í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Það varð staðfest í dag þegar liðið vann FH með 10 marka mun, 40:30, í þegar liðin mættust í Kaplakrika í næsta síðustu umferð deildarinnar. Afturelding...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Thea tryggði jafntefli í Málaga

Thea Imani Sturludóttir tryggði Val jafntefli, 25:25, í gegn spænska liðinu Málaga Costa del Sol í fyrri viðureign liðanna...
- Auglýsing -