Kristján Andrésson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og eitt sinn landsliðsþjálfari Svía í handknattleik karla lætur af starfi íþróttastjóra hjá sænska handknattleiksliðinu Guif í Eskilstuna þegar keppnistímabilinu lýkur í vor. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu félagsins þarf félagið...
Áfram verður leikið í 19. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Stjarnan sækir ÍR heim í Skógarsel í Breiðholti klukkan 19.30. Stjarnan er í baráttu við nokkur lið sem eru á svipuðum slóðum í deildinni um að ná...
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði níu mörk, þar af fimm úr vítaköstum, í sigri Kadetten Schaffhausen á HSC Suhr Aarau, 28:27, í svissnesku A-deildinni í handknattleik karla í gærkvöld.
Aðeins liðu tveir sólarhringar á milli leikja hjá Kadetten en liðið...
Sigurgleðin eftir bikarúrslitaleikinn á laugardagskvöld sat ekki lengi í leikmönnum Aftureldingar. Þeir fóru norður á Akureyri í dag og unnu KA-menn örugglega í 19. umferð Olísdeildar karla í handknattleik, 34:28, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik,...
Grótta heldur í vonina um sæti í úrslitakeppninni í Olísdeild karla eftir ævintýrlegan sigur á Haukum í furðulegum leik með minnistæðum lokasekúndum á Ásvöllum í kvöld, 28:27. Birgir Steinn Jónsson skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum þegar flestir héldu að...
Tveir leikir fara fram í Olísdeild karla í handknattleik, 19. umferð, í kvöld. Klukkan 19 hefst viðureign KA og Aftureldingar. Hálftíma síðar verður flautað til leiks hjá Haukum og Gróttu á Ásvölum.
Staðan í Olísdeild karla.
Handbolti.is fylgist með leikjunum...
Forráðamenn austurríska félagsins SG Insignis Westwien hafa ákveðið að leggja niður atvinnumannalið félagsins í karlaflokki eftir keppnistímabilið sem nú stendur yfir. Áfram verður barna- og unglingastarf í handbolta á vegum félagsins.
Ástæðan fyrir þessu er fjárhagslegs eðlis en einnig...
Tandri Már Konráðsson fyrirliði Stjörnunnar úlnliðsbrotnaði á vinstri hönd í undanúrslitaleik Stjörnunnar og Aftureldingar í Poweradebikarnum í Laugardalshöll á síðasta fimmtudag. Tandri Már staðfesti ótíðindin í samtali við hlaðvarp Seinni bylgjunnar og Vísir segir frá.
Þykir ljóst að Tandri Már...
Á morgun, föstudag, verður opin samverustund í Digraneskirkju klukkan 17 vegna Stefáns Arnars Gunnarssonar handknattleiksþjálfara og kennara sem hefur verið saknað frá 2. mars.
Allir sem vilja koma og sýna samhug er velkomnir á samverustundina sem leidd verður af...
Handknattleikskonan Ída Margrét Stefánsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Ída Margrét hefur í vetur verið á láni hjá Gróttu frá Val. Hún hefur tekið ákvörðun að kveðja Val og hafa félagaskipti yfir til Gróttu í...