Monthly Archives: October, 2023
Efst á baugi
Molakaffi: Róbert, Ásgeir, Orri, Óðinn, Bjarki, Hákon, Tumi, Ólafur og co, Haukur, Hannes, Arnór
Róbert Sigurðarson og samherjar í Drammen halda sigurgöngu sinni áfram í norsku úrvalsdeildinni. Í gær sóttu þeir Bergen heim og unnu örugglega, 40:35. Róbert skoraði ekki mark en lék að vanda með í vörninni. Drammen hefur 13 stig eftir...
A-landslið kvenna
Allt öðruvísi leikur en gegn Lúxemborg
„Við erum á leiðinni í allt öðruvísi leik gegn Færeyingum en á móti Lúxemborg á miðvikudaginn. Nú verður um mjög krefjandi leik að ræða fyrir okkur," segir Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is um væntanlega...
Efst á baugi
Rúnar og lærisveinar lögðu meistarana
Rúnar Sigtryggsson og lærisveinar hans í SC DHfK Leipzig gerðu sér lítið fyrir og unnu meistara THW Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 35:34, á heimavelli. Þetta var fjórða tap THW Kiel í deildinni á leiktíðinni og nú...
Efst á baugi
Þungur róður framundan hjá FH-ingum
FH-ingar standa höllum fæti eftir jafntefli á heimavelli í kvöld, 34:34, í Kaplakrika í fyrri viðureigninni við RK Partizan frá Serbíu í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Uros Kojadinovic jafnaði metin fyrir RK Partizan þegar fimm sekúndur voru...
Efst á baugi
Grill 66karla: Þórsarar eru við hlið Fjölnis á toppnum – úrslit í dag og staðan
Þór komst upp að hlið Fjölnis í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í dag með eins marks sigri á ungmennaliði HK, 28:27, í Kórnum. HK skoraði tvö síðustu mörk leiksins en Þór var marki yfir í hálfleik,...
Evrópukeppni
Þriggja marka sigur í Põlva
Valur hafði betur í fyrri viðureign sinni við Põlva Serveti í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld, 32:29, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12. Leikurinn fór fram í Põlva í Eistlandi....
Efst á baugi
Fjögurra marka sigur ÍBV – þjálfarinn hóflega bjartsýnn
„Þetta var agaður og góður leikur hjá okkur,“ sagði Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans í dag eftir að ÍBV vann HB Red Boys Differdange, 34:30, í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni...
A-landslið kvenna
Erum að fara í hörkuleik á morgun
„Við erum að fara í hörkuleik á morgun. Ég geri ekki ráð fyrir öðru,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn síðdegis en á morgun...
A-landslið kvenna
Komnar til Þórshafnar – 18 leikmenn með í för
Kvennalandsliðið í handknattleik er komið til Þórshafnar í Færeyjum þar sem liðið mætir færeyska landsliðinu í 2. umferð undankeppni Evrópumótsins í Höllinni á Hálsi á morgun klukkan 14. Flogið var frá Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir hádegið í morgun með leiguflugvél...
Efst á baugi
Partizan andstæðingur FH-inga í 99. Evrópuleiknum
Mikið verður um dýrðir í Kaplakrika af þessu tilefni auk þess sem um er að ræða 99. leika karlaliðs FH í Evrópukeppni í handknattleik. Slegið verður upp veislu í Kaplakrika eins og FH-ingum einum er lagið. Gott er mæta...
- Auglýsing -
Nýjustu fréttir
Myndskeið: Aron á eitt af glæsilegustu mörkum Final4
Aron Pálmarsson skoraði eitt af eftirminnilegustu mörkum úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu, Final4, í handknattleik með Barcelona í leik við Kielce...