„Við þurftum að hafa meira fyrir okkar mörgum færum á meðan þeir hittu úr öllum sínum skotum. Í jafnri stöðu á síðustu mínútum varði Landin tvö eða þrjú skot og það skildi liðin að,“ sagði Janus Daði Smárason leikmaður...
„Þetta var erfiður leikur fyrir okkar. Álaborgarliðið var vel undirbúið og hafði góðar lausnir gegn okkar sóknarleik. Við vorum frá upphafi í vandræðum með framliggjandi varnarleik þeirra,“ sagði Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg í samtali við handbolta.is í Lanxess-Arena...
Evrópumeistarar Magdeburg vinna ekki Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla annað árið í röð og leika þar með eftir afrek Barcelona frá 2021 og 2022. Það liggur fyrir eftir tap liðsins, 28:26, fyrir danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold í fyrri undanúrslitaleiknum...
Aron Pálmarsson er sá handknattleiksmaður sögunnar sem leikið hefur flesta leiki í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu, alls 19. Spánverjinn Raúl Entrerrios er næstur með 16 leiki ásamt Momir Ilic, Viran Morros, Gonzalo Péres de Vargas og Cédric Sorhaindo. Af þessum...
„Við höfum sýnt mikinn stöðugleika allt tímabilið og unnið alla titla sem í boði hafa verið og við keppt um, en það vantar einn upp á. Við viljum klára helgina með stæl og þar með keppnistímabilið,“ sagði Gísli Þorgeir...
Jóhann Geir Sævarsson skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er þar með samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025-2026.
Jóhann Geir er 25 ára gamall vinstri hornamaður sem er uppalinn hjá KA og hefur hann leikið...
Við upphafshátíð úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu í gær var greint frá því að borgaryfirvöld í Köln og Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hafi skrifað undir nýja fimm ára samning um að úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu verði áfram í Lanxess-Arena. Samningurinn nær fram til...
Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson hefur gengið til liðs við Fjölni á nýjan leik eftir tveggja ára dvöl hjá Stjörnunni. Aðalsteinn er uppalinn Fjölnismaður sem ætlar sér að taka slaginn með uppeldisfélaginu sínu í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Fjölnir vann sér...
Aðalsteinn Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla Víkings í handbolta og um leið yfirmaður handknattleiksmála félagsins í fullu starfi. Aðalsteinn hefur mikla reynslu sem handknattleiksþjálfari og hefur þjálfað í Þýskalandi og Sviss síðustu ár. Aðalsteinn tekur við þjálfun...
Olísdeildarliðið HK hefur krækt í Tómas Sigurðarson hornamann úr Val eftir því fram kemur í tilkynningu frá handknattleiksdeild HK í kvöld.Tóams er á 22. ári og leikur í vinstra horni. Hann er 196 sentimetrar á hæð og hefur gert...