Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Jón Gunnlaug Viggósson í starf íþróttastjóra sambandsins. Hann hefur störf í september.
Jón Gunnlaugur er 41 árs gamall, með BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc gráðu frá ULPGC í samstarfi við íþróttaháskólann í...
„Við ætlum að ljúka riðlakeppninni af sama krafti og hefur verið í okkur til þessa,“ segir Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U18 ára landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is. U18 ára landsliðið tryggði sér í gær sæti í átta...
Margir Slóvenar önduðu léttar í morgun þegar staðfest var að Aleks Vlah getur tekið þátt í undanúrslitaleik Slóvena og Dana í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í kvöld. Vlah hefur farið mikinn á Ólympíuleikunum. Hann fékk högg á annað lærið...
Kristján Gunnþórsson hefur á ný gengið til liðs við handknattleikslið Þórs eftir veru hjá KA. Kristján er örvhent skytta og bætist í vaskan hóp Þórsliðsins sem hefur styrkst talsvert frá síðustu leiktíð, m.a. með komu Odds Gretarssonar, Hafþórs Más Vignissonar...
Nokkuð kunnuglegt stef verður slegið þegar úrslitaleikur handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum fer fram á laugardaginn. Frakkland og Noregur eigast við en skemmst er að minnast úrslitleikja þjóðanna á HM kvenna á síðasta ári og á EM árið á undan.
Þetta...
Handknattleikslið KA hefur samið við Marcus Rätte, 19 ára gamlan örvhentan leikmanna frá Eistlandi. Hann kemur frá eistneska liðinu SK Tapa sem leikur í efstu deild. Fyrir hjá KA er annar Eisti, Ott Varik sem gekk til liðs við...
Íslenska landsliðið í handknattleik er komið í átta liða úrslit á Evrópumóti 18 ára landsliða karla í Podgorica í Svartfjallalandi eftir öruggan sigur á ítalska landsliðinu í dag, 31:24. Staðan í hálfleik var 15:9, íslensku piltunum í hag.
Eftir úrslit...
Frakkland leikur í þriðja sinn í röð til úrslita í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikum eftir að hafa unnið Svía í framlengdum undanúrslitaleik í Lille í dag, 31:28. Sænska landsliðið leikur að sama skapi aðra leikana í röð um bronsverðlaun.
Í...
Leikið verður í dag til undanúrslita í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum. Annarsvegar mætast Frakkland og Svíþjóð klukkan 14.30 og hinsvegar Danmörk og Noregur klukkan 19.30. Frakkar urðu Ólympíumeistarar fyrir þremur árum þegar leikarnir fór fram í Japan. Franska landsliðið...
https://www.youtube.com/watch?v=KRlr7asitE8
Ævar Smári Gunnarsson skoraði frábært mark beint úr aukakasti í níu marka sigri 18 ára landsliðs karla í handknattleik á færeyska landsliðinu, 32:23, í fyrstu umferð Evrópumótsins í Podgorica í Svartfjallalandi í gær. Leiktíminn var runninn út, aðeins aukakastið...
Árlegur Stjörnuleikur í handknattleik fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum á föstudaginn klukkan 17 þar sem helstu handboltakempur Eyjamanna...