- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lokahóf ÍBV: Hanna og Rúnar stóðu upp úr – myndir

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Rúnar Kárason bestu leikmenn ÍBV leiktíðina 2022/2023. Mynd/Sindri/Eyjafréttir
- Auglýsing -

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Rúnar Kárason voru valin bestu leikmenn meistaraflokksliða ÍBV á nýliðnu keppnistímabili en lokahóf handknattleiksdeildar fór fram í gærkvöld með pompi og prakt.

Keppnistímabilið var ÍBV gjöfult. Karlaliðið varð Íslandsmeistari og kvennaliðið varð deildar- og bikarmeistari og hafnaði í öðru sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn.

Það var þar af leiðandi glatt á hjalla á meðal handknattleiksfólks ÍBV þegar það kom saman í gærkvöld.

Eftirtaldir hlutu viðurkenningar á lokahófi.

F.v. Hrafnhildur Hanna, Ólöf María, Amelía og Sara Dröfn. Mynd/Sindri/Eyjafréttir

Meistaraflokkur kvenna:
ÍBV-ari: Ólöf María Stefánsdóttir.
Mestu framfarir: Sara Dröfn Richardsdóttir.
Efnilegust: Amelía Dís Einarsdóttir.
Besti leikmaðurinn: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir.

Ívar Bessi, Rúnar, Nökkvi og Arnór. Mynd/Sindri/Eyjafréttir

Meistaraflokkur karla:
ÍBV-ari: Nökkvi Snær Óðinsson.
Mestu framfarir: Arnór Viðarsson.
Efnilegastur: Ívar Bessi Viðarsson.
Besti leikmaðurinn: Rúnar Kárason.

Elmar, Hinrik, Ívar Bessi og Andri. Mynd/Sindri/Eyjafréttir

3. flokkur karla:
ÍBV-ari: Andri Andersen.
Mestu framfarir: Ívar Bessi Viðarsson.
Efnilegastur: Hinrik Hugi Heiðarsson.
Besti leikmaðurinn: Elmar Erlingsson.

Leikmenn fengu þakklætisvott fyrir sitt framlag:
Janus Dam Djurhus.
Róbert Sigurðarson.
Rúnar Kárason.
Tara Sól Úranusdóttir.
Ólöf María Stefánsdóttir.
Ingibjørg Olsen.

Erlingur Birgir Richardsson þjálfari Íslandsmeistara ÍBV 2023 var sæmdur silfurmerki ÍBV í lokahófinu. Mynd/Sindri/Eyjafréttir

Erlingur Richardsson var heiðraður með silfurmerki Íþróttabandalags Vestmannaeyja en hann hefur látið af störfum sem aðalþjálfari félagsins.

Vilmar Þór Bjarnason fráfarandi framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV fékk þakklætisvott frá ÍBV fyrir störf sín. Mynd/Sindri/Eyjafréttir

Vilmar Þór Bjarnason fékk þakklætisvott frá ÍBV fyrir störf sín hjá félaginu. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri handknattleiksráðs síðan 2018 en lét af störfum um nýliðin mánaðamót.

Fleiri myndir frá lokahófinu er að finna á síðu Eyjafrétta.

Fleiri lokahóf félaga síðustu daga:

Lokahóf Fram: Perla Ruth og Gauti best – myndir

Hildur og Birgir Örn best hjá FH – myndir

Lokahóf á Selfossi: Katla María og Einar best – myndir

Viðurkenningar voru veittar á lokahófi Gróttu

Hildur og Ólafur best hjá ÍR

Lokahóf Víkings – myndir – Ída og Jóhann valin best

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -