- Auglýsing -
- Auglýsing -

9 mörk úr hornum og 8 úr hraðaupphlaupum

Hildigunnur Einarsdóttir skorar anna af tveimur mörkum sínum af línu í leiknum við Grænlendinga í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Stúlkurnar skoruðu 37 mörk gegn Grænlendingum og voru 17 af þeim skoruð úr hraðaupphlaupum og hornum; 8 mörk úr hraðaupphlaupum og 9 úr hornum. Hægri hornamennirnir og nöfnunar; Þórey Rósa Stefánsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir  voru heldur betur með á nótunum; skoruðu 8 mörk úr hornum og 4 mörk úr hröðum upphlaupum.

Það var mikill kraftur og leikgleði í íslenska liðinu og keyrðu stúlkurnar upp hraðann og hefðu með smá heppni skorað fleiri mörk og unnið með stærri mun, en 37:14, í fyrsta leiknum í keppni um forsetabikarinn á HM kvenna í kvöld í Nord Arena í Frederikshavn.

Hraðinn var svo mikill, að aðeins eitt mark var skorað með langskoti eftir spil fyrir framan vörn Grænlendinga. Það skoraði Andrea Jacobsen í byrjun leiks.

  • Báðir markverðirnir skoruðu og alls skoruðu fjórtán leikmenn af sextán. Þær sem skoruðu ekki voru fyrirliðinn Sunna Jónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir, sem var óheppin; átti skot í slá.
  • Sex sinnum skoruðu stúlkurnar yfir endilangan völlinn, þar sem markverðir Grænlendinga voru víðs fjarri, þar sem grænlenska liðið kallaði markvörð sinn af leikvelli til þess að leika með sjö í sókninni.
  • Þannig var skorað í leiknum: 9 mörk úr horni, 8 eftir hraðaupphlaup, 7 eftir gegnumbrot, 6 með skoti frá eigin vallarhelmingi, 4 af línu, 2 úr vítaköstum, 1 með langskoti fyrir framan vörn.

Markaskorarar voru

Markverðir:
1 – Elín Jóna Þorsteinsdóttir, frá eigin vallarhelmingi.
1 – Hafdís Renötudóttir, frá eigin vallarhelmingi.

Aðrir leikmenn:

2 – Andrea Jacobsen,  langskot og langskoti frá eigin vallarhelmingi.
0 – Berglind Þorsteinsdóttir, átti skot í slá.
3 – Díana Dögg Magnúsdóttir, 3 með eftir gegnumbrot.
1 – Elín Rósa Magnúsdóttir, eftir gegnumbrot.
1 – Elísa Elíasdóttir, af línu.
3 – Hildigunnur Einarsdóttir, tvö af línu og eitt með skoti frá eigin vallarhelmingi.
2 – Katla María Magnúsdóttir, eftir hraðaupphlaup og eftir gegnumbrot. Hennar fyrstu landsliðsmörk.
1 – Lilja Ágústsdóttir, eftir hraðaupphlaup.
4 – Perla Ruth Albertsdóttir, 1 eftir hraðaupphlaup, 1 úr horni, 1 af línu og 1 með skoti frá eigin vallarhelmingi.
1 – Sandra Erlingsdóttir, eftir gegnumbrot.
0 – Sunna Jónsdóttir.
3 – Thea Imani Sturludóttir, 1 eftir gegnumbrot, 1 eftir hraðaupphlaup og eitt frá eigin vallarhelmingi.
10 – Þórey Anna Ásgeirsdóttir, 6 úr horni, 2 eftir hraðaupphlaup og tvö úr vítaköstum
4 – Þórey Rósa Stefánsdóttir, tvö úr horni og tvö eftir hraðaupphlaup.

Frábær byrjun í forsetabikarnum – stórsigur á Grænlendingum

Þórey Anna setti nýtt markamet á HM

Gefur byr undir báða vængi

Var engin spurning hjá okkur

HM kvenna ´23: Forsetabikar: leikir, úrslit, staðan

HM kvenna ´23 – milliriðlar, leikir, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -