„Undirbúningur okkar fyrir verkefni sumarsins hafa gengið mjög vel,“ segir Hilmar Guðlaugsson sem þjálfar 17 ára landslið kvenna í handknattleik ásamt Díönu Guðjónsdóttur. Framundan eru tvö stór verkefni hjá 17 ára landsliðinu, annarsvegar þátttaka í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, sem hefst í dag í Skopje, og hinsvegar Evrópumótið sem byrjar í lok þessa mánaðar og stendur yfir fram í ágúst.
„Við fórum til Færeyja í júní og lékum tvo leiki. Sáum þar hvar við stóðum og hvað þurfti að leggja áherslu á. Við höfum æft vel í sumar,“ segir Hilmar og bætir við.
Komnar til Skopje – fyrsti leikur á mánudaginn
„Þetta er mjög flottur og jafn hópur sem gott. Breiddin er mikil. Stelpurnar eru mjög metnaðargjarnar. Það er kostur að hafa góða breidd í hópnum og margar týpur af leikmönnum.“
Hilmar fór ekki með til Skopje en kemur til móts við landsliðið í Podgorica í Svartfjallalandi ásamt Einari Bragasyni markvarðaþjálfara áður en flautað verður til leiks á Evrópumótinu.

„Þetta verður ævintýri fyrir stelpurnar“
Bjartsýn á góðan árangur
„Við erum bjartsýn á góðan árangur á EM. En þá þarf allt að ganga upp. Metnaðurinn er til staðar,“ segir Hilmar og bætir við að það verði einnig verðugt verkefni að halda þessum góða hóp saman í langan tíma en ferðir og þátttaka í mótunum tveimur spannar rúmar þrjár vikur.
Lengra viðtal er við Hilmar í spilaranum hér fyrir ofan.
Handboltahóparnir tilbúnir fyrir Ólympíuhátíðina

Dagskrá 17 ára landsliðs kvenna Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje:
Mánudagur 21. júlí: N-Makedónía - Ísland, kl. 14.
Þriðjudagur 22. júlí: Noregur - Ísland, kl. 16.15.
Miðvikudagur 23. júlí: Ísland - Sviss, kl. 16.15.
Föstudagur 24. júlí: Krossspil á milli riðla.
Laugardagur 25. júlí: Leikið um sæti eitt til átta.
- Í hinum riðlinum eiga sæti landslið Frakklands, Hollands, Ungverjalands og Þýskalands.
- Landslið Sviss vann Opna Evrópumót 16 ára landsliða í fyrra.
- Hægt verður að fylgjast með beinu streymi af öllum keppnum á EOCTV.org
- Úrslit og keppnisdagskrá má finna hér: Schedule – Skopje 2025 – Sport Europe