- Auglýsing -

Vill ekki tjá sig stöðu Arnars hjá Fram

- Auglýsing -


Jón Halldórsson formaður HSÍ vildi ekkert láta eftir sér hafa þegar handbolti.is hafði samband við hann til þess að spyrja út í ummæli Gísla Freys Valdórssonar formanns handknattleiksdeildar Fram í viðtali við handkastid.net í dag þess efnir að það mæti andstöðu innan HSÍ að Arnar Pétursson verði áfram í þjálfaratreymi kvennaliðs Fram samhliða þjálfun kvennalandsliðsins.

Arnar virðist ekki vera með Fram í æfingabúðum á Tenerife ef marka má mynd á Facebook-síðu ferðaskrifstofunnar Tíu þúsund fet sem hefur veg og vanda af skipulagningu æfingabúða Fram og fleiri liða á eyjunni undanfarnar vikur.

Fékk leyfi í fyrra

Fjarvera Arnars hefur vakið upp spurningar um hvort hann væri hættur hjá Fram. Arnar var aðstoðarþjálfari Fram á síðustu leiktíð og fékk til þess að leyfi frá þáverandi stjórn HSÍ. Þáverandi formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, sagði það leyfi ekki hafa verið auðsótt.

Jón Halldórsson formaður HSÍ. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Þegar Haraldur Þorvarðarson tók við þjálfun Fram í sumar af Rakel Dögg Bragadóttur bárust ekki tíðindi um að breyting yrði á hlutverki Arnars í þjálfaratreyminu.

Framarar meta framhaldið

Gísli Freyr segir við Handkastið að til hafi staðið að Arnar yrði áfram í þjálfarateymi kvennaliðs Fram á komandi leiktíð. Það eitt og sér nægir ekki.

„Það hefur hins vegar, líkt og í fyrra, mætt andstöðu innan HSÍ. Við erum því að meta framhaldið í málinu,“ sagði Gísli í samtali við Handkastið.

Sem fyrr segir baðst Jón formaður HSÍ undan að tjá sig um málið þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -