- Auglýsing -

Molakaffi: Óðinn Þór Dagur, Tryggvi

- Auglýsing -
  • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyrir Kadetten Schaffhausen þegar meistararnir unnu BSV Bern, 31:27, í fyrsta leik svissnesku A-deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Óðinn Þór átti þrjú markskot sem öll geiguðu. Leikið var í Bern
  • Dagur Gautason skoraði fjögur mörk þegar lið hans, ØIF Arendal, vann Reistad í norsku bikarkeppninni í handknattleik í gærkvöld, 45:26. Dagur gekk á ný til liðs við Arendal í sumar að lokinni skammtímaveru hjá franska liðinu Montpellier.
  • Elverum komst einnig í næstu umferð bikarkeppninnar í gærkvöld með öruggum sigri á Nordstrand, 42:29, í Nordstrand Arena í Ósló. Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson skoraði tvö af mörkum Elverum í leiknum. Tryggvi kom til Elverum í sumar frá IK Sävehof í Svíþjóð.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -