- Auglýsing -

Molakaffi: Berta Rut, Elías Már, Sigurjón

- Auglýsing -
  • Berta Rut Harðardóttir leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad gekkst undir aðgerð á öxl í sumar og þar af leiðandi ekki komin á fulla ferð með liðinu ennþá. Berta Rut sagði við handbolta.is í gær að vonir standi til þess að hún geti byrjað að leika með liðinu af fullum krafti um leið og sænska úrvalsdeildin hefst. Hugsanlegt er að Berta Rut verði í hóp á föstudaginn þegar Kristianstad mætir Kungälvs í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar á föstudaginn en komi þá aðeins við sögu í vörninni. 
  • Berta Rut framlengdi samning sinn við Kristianstad til eins árs í sumar. Hún kom til félagsins fyrir tveimur árum frá Holstebro í Danmörku. Þar áður lék Berta Rut með Haukum
  • Elías Már Halldórsson tók við þjálfun karlaliðs Ryger Stavanger í sumar eftir fjögurra ára gott starf hjá kvennaliði Fredrikstad Bkl. Ryger sótti Bjørnar heim í fyrstu umferð næst efstu deildar karla á sunnudaginn og tapaði með sjö marka mun, 31:24. Ryger-menn fá Tiller í heimsókn í annarri umferð næst efstu deildar miðvikudaginn 10. september.
  • Sigurjón Guðmundsson markvörður var ekki í leikmannahópi Charlottenlund þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Kragerø, 37:32, í næst efstu deild norska handknattleiksins á sunnudaginn. Sigurjón lék mest með Charlottenlund á síðasta tímabili en var einnig með annan fótinn hjá Kolstad í úrvalsdeildinni og tók þátt í leikjum í Meistaradeild Evrópu snemma á tímabilinu. Charlottenlund er venslalið Kolstad. Sigurjón var heldur ekki með Kolstad í heimsókn til Bergen á laugardaginn eins og kom fram á handbolti.is.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -