Jón Halldórsson formaður Handknattleikssambands Íslands segir fjárhagsstöðu sambandsins vera afar bága, m.a. vegna 130 milljóna kr taps á rekstrinum 2023 og 2024. Jón, sem hefur verið formaður HSÍ í fimm mánuði, segir í viðtali við Sýn/Vísir stöðuna vera grafalvarlega. Verkefnið sem hann og stjórn standi frammi fyrir sé erfiðara en hann hafi reiknað með þótt taprekstur síðustu ára hafi legið fyrir þegar hann tók við í byrjun apríl.
Afreksstarfið er kostnaðarsamt og því miður þá fylgi ekki auknar tekjur bættum árangri landsliða. M.a. er kvennalandsliðið að fara þriðja árið í röð í lokakeppni stórmóts. Fyrir dyrum stendur að blása til sóknar við öflun tekna.
„Skuldir sambandsins eru gríðarlegar og styrkir sem við erum að fá hafa í raun ekki dugað fyrir rekstrinum. Það eru gríðarlegar hækkanir sem tengjast mikið ferðakostnaði,“ segir Jón í fyrrgreindu viðtali við Sýn/Vísir sem er hægt að nálgast hér fyrir neðan.
Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða