-Auglýsing-

Grill 66-deild karla: Tvö mörk á 10 sekúndum

- Auglýsing -


Víkingar og Fjölnismenn skildu jafnir, 32:32, í annarri umferð Grill 66-deildar karla í handknattleik í hörkuskemmtilegum leik í Safamýr í kvöld. Lokakafli leiksins alveg hreint ótrúlegur því skoruð voru tvö mörk á síðustu 10 sekúndunum.

Aðalsteinn Aðalsteinsson skoraði 32. mark Fjölnis beint úr aukakasti þegar níu sekúndur voru eftir af leiktímanum. Hans 18. mark í leiknum.

Þar með var kálið ekki sopið hjá Fjölnismönnum þótt þeir væru komnir marki yfir. Aðalstein Eyjólfsson tók leikhlé og lagði á ráðinn með sínum Víkingum. Út því kom frábært jöfunarmarki á síðustu sekúndur þegar Jóhann Reynir Gunnlaugsson kastaði boltanum inn í vítateig Fjölnis þar sem Ásgeir Snær Vignisson kom á flugi og kastaði boltanum í mark Fjölnis, 32:32. Hans ellefta mark. Óverjandi fyrir Berg Bjartmarsson markvörð Fjölnis.


Grótta er efst í deildinni með tvo vinninga. Grótta lagði HK 2 í kvöld í Kórnum 33:26. Gunnar Hrafn Pálsson fór á kostum og skoraði 10 mörk fyrir lið Seltirninga.

Framarar tvö sóttu tvö stig að Varmá með eina marks sigri á Hvíta riddaranum, 28:27. Riddaraliðsmönnum lánaðist ekki að fylgja eftir sigri sínum á Haukum í fyrstu umferð.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Víkingur – Fjölnir 32:32 (16:15).

Mörk Víkings: Ásgeir Snær Vignisson 11, Ísak Óli Eggertsson 7, Kristján Helgi Tómasson 4, Rytis Kazakevicius 3, Sigurður Páll Matthíasson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 3, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 1.
Varin skot: Daði Bergmann Gunnarsson 6, Stefán Huldar Stefánsson 3.

Mörk Fjölnis: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 18, Heiðmar Örn Björgvinsson 3, Elvar Þór Ólafsson 3, Victor Máni Matthíasson 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 1, Kristján Ingi Kjartansson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 10.

Tölfræði leiksins.

HK 2 – Grótta 26:33 (12:15).

Mörk HK 2: Bjarki Freyr Sindrason 8, Kristófer Stefánsson 5, Styrmir Hugi Sigurðarson 5, Ingibert Snær Erlingsson 4, Elías Ingi Gíslason 3, Atli Hrafn Gunnarsson 1.
Varin skot: Patrekur Jónas Tómasson 8, Egill Breki Pálsson 2.

Mörk Gróttu: Gunnar Hrafn Pálsson 10, Hannes Grimm 5, Bessi Teitsson 4, Tómas Bragi Lorriaux Starrason 4, Alex Kári Þórhallsson 3, Antoine Óskar Pantano 3, Kári Kvaran 1, Sigurður Finnbogi Sæmundsson 1, Sæþór Atlason 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 12.

Tölfræði leiksins.

Hvíti riddarinn – Fram 2, 27:28 (14:13).

Mörk Hvíta riddarans: Aron Valur Gunnlaugsson 11, Brynjar Búi Davíðsson 7, Haukur Guðmundsson 4, Andri Freyr Friðriksson 2, Alexander Sörli Hauksson 1, Daníel Bæring Grétarsson 1, Sigurjón Bragi Atlason 1.
Varin skot: Sigurjón Bragi Atlason 16.

Mörk Fram 2: Tindur Ingólfsson 8, Max Emil Stenlund 6, Gabríel Jónsson Kvaran 5, Alex Unnar Hallgrímsson 4, Ólafur Jón Guðjónsson 2, Sigurður Bjarki Jónsson 2, Kristófer Tómas Gíslason 1.
Varin skot: Garpur Druzin Gylfason 11.

Tölfræði leiksins.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -