- Auglýsing -
- Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur hjá Kadetten Schaffhausen ásamt Luka Maros með átta mörk þegar liðið vann TSV St. Otmar St. Gallen, 34:31, í St. Gallen í gær í A-deildinni í Sviss. Óðinn Þór skoraði þrjú marka sinna úr vítaköstum og geigaði aðeins á einu skoti í leiknum. Kadetten hefur unnið allar 11 viðureignir sína í deildinni fram til þessa og hefur yfirburðastöðu í efsta sæti.
- Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði tvö mörk í öruggum sigri RK Alkaloid á Pelister Bitola, 37:25, á heimavelli í níundu umferð úrvalsdeildarinnar í Norður Makedóníu í gær. RK Alkaloid er ásamt Vardar í efsta sæti deildarinnar með 16 stig eftir níu leiki. Vardar á leik til góða á Monsa og félaga.
- Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar One Veszprém vann Szigetszentmiklósi KSK, 49:32. Þetta var sjötti sigur One Veszprém í ungversku deildinni en liðið hefur ekki tapað fram til þessa leik í deildinni.
- Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fjögur mörk í sex skotum þegar lið hans, FC Porto, vann Águas Santas, 35:32, í portúgölsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær á heimavelli.
- Hinn snjalli leikstjórnandi Porto og landsliðs Portúgal, Rui Silva, er ennþá frá keppni vegna meiðsla sem hann varð fyrir á upphafsmínútum Fram og Porto í Lambhagahöllinni fyrir nærri tveimur vikum.
- Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk í fjórum skotum í stórsigri Benfica á Arsenal í portúgölsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær á heimavelli.
- Porto og Benfica eru í tveimur efstu sætum portúgölsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir níu leiki. Meistarar Sporting Lissabon eru stigi á eftir en eiga leik til góða á Porto og Benfica. Viðureign Sporting og Avanca var frestað.
- Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -



