- Auglýsing -
- Tim Hornke, hægri hornamaður Evrópumeistara SC Magdeburg, hefur tilkynnt að hann ætli að rifa seglin næsta vor og hætta í handknattleik. Hornke hóf ferilinn með Magdeburg 2010 og lék með liðinu í fjögur ár áður en hann gekk til liðs við Lemgo. Að lokinni fimm ára vist hjá Lemgo sneri Hornke heim til Magdeburg á nýjan leik.
- Borgaryfirvöld í München hafa samþykkt að sækjast eftir að halda Ólympíuleikana 2036, 2040 eða 2044. Hinsvegar er ekki víst að borgin verði fyrir valinu sem umsóknarborg Þýskalands þegar Alþjóða Ólymíunefndin greiðir atkvæði umsækjenda fyrir þessa leika vegna þess að yfirvöld í Hamborg og Berlín hafa einnig í hyggju að sækjast eftir að halda leikana. Þýska Ólympíunefndin á síðan eftir að gera upp á milli þýsku borganna sem sækjast nær allar eftir að halda leikana þrjá sem Alþjóða Ólympíunefndin úthlutar síðar á næsta ári.
- Sumaróympíuleikar hafa verið haldnir í Þýskalandi 1936 í Berlín og 1972 í München. Margir Þjóðverjar vilja síður sækjast eftir leikunum 2036 af ótta við að það verði vatn á myllu þýskra þjóðernissinna. Einnig eru margir áhugasamir um að halda þá leika, m.a. Sádi Arabar.
- Þýska handknattleiksliðið HC Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar við annan mann, verður að færa viðureign sína í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar við Hannover-Burgdorf, frá Solingen Klingenhalle til Wuppertal Unihalle. Ekki fékkst leikheimild í Solingen. Félagið hyggst bjóða upp á rútuferðir frá Solingen til Wuppertal fyrir stuðningsmenn. Bergischer varð til þegar handknattleikslið Solingen og Wuppertal voru sameinuð snemma á öldinnni.
- Auglýsing -




