- Auglýsing -
- Ein fremsta handknattleikskona heims á undanförnum árum, Nora Mørk, hefur skrifað undir nýjan samning við danska úrvalsdeildarliðið Esbjerg. Samningurinn gildir til ársins 2028. Mørk hefur verið hjá félaginu frá 2022.
- Norska landsliðskonan Thale Rushfeldt Deila er sögð ganga til liðs við Evrópumeistara Györ næsta sumar. Rushfeldt Deila leikur nú með danska meistaraliðinu Odense Håndbold og hefur gert frá árinu 2023.
- Ungverska landsliðskonan og leikmaður Evrópumeistara Györ, Csenge Fodor, tekur ekki þátt í heimsmeistaramótinu. Hún meiddist á dögunum og verður frá keppni fram á nýtt ár. Þetta er nokkuð áfall fyrir ungverska landsliðið sem ætlar sér að ná góðum árangri á HM eftir að hafa hreppt þriðja sætið á EM fyrir ári.
- Katrine Lunde hefur lokið við skammtímasamning sinn við Rauðu stjörnuna í Belgrad en hún samdi við félagið til skamms tíma í haust. Lunde æfir nú með norska landsliðinu fyrir HM. Hún segist vera opin fyrir að taka upp þráðinn með öðru félagi í byrjun næsta árs.
- Mjög er á huldu hvort Anna Lagerquist verði með sænska landsliðinu á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. Hún er meidd og hefur verið frá keppni með Györ síðustu viku. Lagerquist er þessa dagana með sænska landsliðinu en tekur ekkert þátt í æfingum.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -




