- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Alfreð: „Besta landslið sem ég hef nokkurn tímann þjálfað“

- Auglýsing -

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik, er fullur tilhlökkunar fyrir Evrópumótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð sem hefst á morgun. Alfreð er sérstaklega ánægður með leikmannahóp sinn.

„Við höfum beðið lengi eftir því að mótið byrji loksins. Ég tel liðið vera reiðubúið að höndla alla þessa erfiðu leiki. Það veltur auðvitað á okkur sjálfum. Spennan er áþreifanleg. Þetta er besta landslið sem ég hef nokkurn tímann þjálfað,“ sagði hann í samtali við Handball World.

Áhyggjuefni fyrir Alfreð?

Lichtlein verður ekki með

Leikstjórnandinn og hægri skyttan Nils Lichtlein er að glíma við meiðsli á fæti og getur ekki tekið þátt í fyrsta leik Þýskalands gegn Austurríki í A-riðli annað kvöld.

Alfreð sagði það vissulega vonbrigði en vonir standa til að Lichtlein snúi aftur í riðlakeppninni. A-riðillinn er leikinn í Herning í Danmörku.

EM 2026.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -